Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 15
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Önnur ræða Elífasar (1–35)

        • Fullyrðir að Job óttist ekki Guð (4)

        • Finnst Job líta stórt á sig (7–9)

        • ‚Guð treystir ekki sínum heilögu‘ (15)

        • ‚Sá sem þjáist er vondur‘ (20–24)

Jobsbók 15:1

Millivísanir

  • +Job 2:11; 4:1

Jobsbók 15:2

Neðanmáls

  • *

    Eða „vindkenndri þekkingu“.

Jobsbók 15:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „kenna munni þínum“.

Jobsbók 15:6

Millivísanir

  • +Job 42:8

Jobsbók 15:9

Millivísanir

  • +Job 13:2; 16:2

Jobsbók 15:10

Millivísanir

  • +Job 32:6

Jobsbók 15:13

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „anda þínum“.

Jobsbók 15:14

Millivísanir

  • +Job 25:4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2010, bls. 20

Jobsbók 15:15

Millivísanir

  • +Job 25:5, 6; 42:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2010, bls. 20

Jobsbók 15:16

Millivísanir

  • +Job 4:18, 19

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2010, bls. 20

Jobsbók 15:18

Millivísanir

  • +Job 8:8

Jobsbók 15:21

Millivísanir

  • +Job 18:11; 20:25

Jobsbók 15:22

Millivísanir

  • +Job 18:12

Jobsbók 15:23

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „brauði“.

Jobsbók 15:25

Neðanmáls

  • *

    Eða „reynir að sigra Hinn almáttuga“.

Jobsbók 15:26

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „þykkar skjaldarbólur sínar“.

Jobsbók 15:30

Neðanmáls

  • *

    Það er, öll batavon hans.

  • *

    Orðrétt „Hann“.

Millivísanir

  • +Job 4:9

Jobsbók 15:32

Millivísanir

  • +Job 22:15, 16

Jobsbók 15:34

Neðanmáls

  • *

    Eða „fráhvarfsmanna“.

Millivísanir

  • +Job 8:11–13

Almennt

Job. 15:1Job 2:11; 4:1
Job. 15:6Job 42:8
Job. 15:9Job 13:2; 16:2
Job. 15:10Job 32:6
Job. 15:14Job 25:4
Job. 15:15Job 25:5, 6; 42:7
Job. 15:16Job 4:18, 19
Job. 15:18Job 8:8
Job. 15:21Job 18:11; 20:25
Job. 15:22Job 18:12
Job. 15:30Job 4:9
Job. 15:32Job 22:15, 16
Job. 15:34Job 8:11–13
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 15:1–35

Jobsbók

15 Elífas+ Temaníti sagði nú:

 2 „Svarar vitur maður með innantómum rökum*

eða fyllir hann brjóst sitt austanvindi?

 3 Það er tilgangslaust að ávíta með tómum orðum

og lítið gagn í orðaflaumi.

 4 Þú grefur undan guðsóttanum

og veikir áhugann á Guði.

 5 Syndir þínar stjórna því sem þú segir*

og þú velur orð þín lævíslega.

 6 Þinn eigin munnur dæmir þig en ekki ég,

þínar eigin varir vitna gegn þér.+

 7 Fæddist þú fyrstur manna

eða komstu í heiminn á undan hæðunum?

 8 Heyrirðu það sem Guð segir í trúnaði

eða hefurðu einkarétt á viskunni?

 9 Hvað veist þú sem við vitum ekki?+

Hvað skilur þú en ekki við?

10 Meðal okkar eru bæði gráhærðir og gamlir menn,+

miklu eldri en faðir þinn.

11 Nægir þér ekki huggun Guðs,

mild og vingjarnleg orð?

12 Af hverju læturðu hjartað hlaupa með þig í gönur

og af hverju skjóta augu þín gneistum?

13 Þú beinir heift þinni* gegn Guði

og lætur þér slík orð um munn fara.

14 Hvernig getur dauðlegur maður verið hreinn

eða nokkur fæddur af konu verið réttlátur?+

15 Hann treystir ekki sínum heilögu

og jafnvel himnarnir eru ekki hreinir í augum hans,+

16 hvað þá fyrirlitlegur og spilltur maður,+

maður sem drekkur ranglæti eins og vatn!

17 Ég skal upplýsa þig. Hlustaðu á mig!

Ég skal segja þér hvað ég hef séð,

18 það sem vitrir menn lærðu af feðrum sínum+

og héldu ekki leyndu.

19 Landið var gefið þeim einum

og enginn ókunnugur var á meðal þeirra.

20 Vondur maður þjáist alla ævidaga sína,

harðstjórinn kvelst öll þau ár sem honum eru úthlutuð.

21 Ógnvekjandi hljóð óma í eyrum hans,+

ræningjar ráðast á hann á friðartímum.

22 Hann trúir ekki að hann komist út úr myrkrinu,+

hann er dæmdur til að falla fyrir sverði.

23 Hann flækist um í leit að mat* – hvar er hann að finna?

Hann veit að dagur myrkursins er í nánd.

24 Neyð og angist skelfa hann

og yfirbuga hann eins og konungur búinn til bardaga.

25 Hann reiðir hönd sína gegn Guði

og ögrar Hinum almáttuga.*

26 Hann æðir þrjóskur gegn honum

með þykkan og sterkan skjöld.*

27 Hann hefur safnað spiki á andlitið

og mjaðmirnar bunga út af fitu.

28 Hann býr í borgum sem verða lagðar í rúst,

í húsum þar sem enginn mun búa,

húsum sem verða að grjóthrúgum.

29 Hann verður ekki ríkur og safnar ekki auðæfum.

Eignir hans breiðast ekki út um landið.

30 Hann kemst ekki út úr myrkrinu,

frjóangi hans* sviðnar í eldi.

Guð* blæs á hann og hann líður undir lok.+

31 Hann ætti ekki að láta blekkjast og treysta á hégóma

því að það sem hann fær að launum er einskis virði.

32 Það gerist innan skamms,

greinar hans grænka aldrei.+

33 Hann verður eins og vínviður sem missir óþroskuð berin

og eins og ólívutré sem fellir blómin.

34 Já, söfnuður guðlausra* ber engan ávöxt+

og eldur gleypir tjöld mútuþeganna.

35 Þeir ganga með erfiðleika og fæða illsku,

kviður þeirra elur svik.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila