Sálmur
135 Lofið Jah!*
Lofið nafn Jehóva,
lofið hann, þið sem þjónið Jehóva,+
2 þið sem standið í húsi Jehóva,
í forgörðum húss Guðs okkar.+
3 Lofið Jah því að Jehóva er góður.+
Syngið nafni hans lof* því að það er yndislegt.
6 Jehóva gerir allt sem hann vill+
á himni og jörð, í höfunum og öllum djúpum.
7 Hann lætur ský* stíga upp frá endimörkum jarðar,
hann lætur eldingar leiftra í regninu,*
hann hleypir vindinum út úr forðabúrum sínum.+
8 Hann banaði frumburðum Egypta,
bæði mönnum og skepnum.+
10 Hann felldi margar þjóðir+
og drap volduga konunga+
11 – Síhon konung Amoríta+
og Óg, konung í Basan.+
Hann vann öll ríki í Kanaan.
12 Hann gaf land þeirra sem arf,
erfðaland handa þjóð sinni, Ísrael.+
15 Skurðgoð þjóðanna eru silfur og gull,
handaverk manna.+
16 Þau hafa munn en geta ekki talað,+
augu en geta ekki séð.
17 Þau hafa eyru en geta ekki heyrt.
Enginn andardráttur er í munni þeirra.+
19 Ísraelsmenn, lofið Jehóva.
Ætt Arons lofi Jehóva.
20 Ætt Leví lofi Jehóva.+
Þið sem óttist Jehóva, lofið Jehóva.
Lofið Jah!+