Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g87 8.4. bls. 14
  • Rafhlöður í mörgum myndum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Rafhlöður í mörgum myndum
  • Vaknið! – 1987
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Varastu eftirfarandi þegar þú kaupir rafhlöður:
  • Hvað eru „sál“ og „andi“?
    Hvað kennir Biblían?
  • Þegar hamfarir verða – hvað getur bjargað lífum?
    Vaknið! – 2017
  • Hver varð fyrri til?
    Vaknið! – 2010
  • Kraftur til að berjast gegn freistingum og depurð
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Vaknið! – 1987
g87 8.4. bls. 14

Rafhlöður í mörgum myndum

ER ekki rafhlaða bara rafhlaða? Nei! Geysimikill munur er á rafhlöðum eftir því til hvaða nota þær eru ætlaðar.

Í grundvallaratriðum er rafhlaða tæki sem breytir efnaorku í raforku. Skipta má rafhlöðum aðallega í tvo flokka, einnota rafhlöður og margnota. Munurinn liggur í því að hinar síðarnefndu má endurhlaða, það er að segja að hægt er að láta efnabreytinguna, sem myndaði raforku, ganga til baka og þar með lengja notkunartíma rafhlöðunnar til muna. Sökum verðmunar eru hleðslurafhlöður hagkvæmar einungis ef þær eru ætlaðar til mikilla nota, svo sem í útvarpstæki sem notað er daglega, en ekki til dæmis í leifturljósi sem notað er aðeins endrum og eins. Ekki má heldur gleyma því hvað í því er fólgið að endurhlaða rafhlöðu.

Algengustu, einnota rafhlöðum má skipta í eftirfarandi fjóra flokka:

Venjulegar: Elsta og ódýrasta gerðin. Þær endast fremur stutt, sérstaklega í miklum hita eða kulda. Þær geta líka lekið og valdið skemmdum.

Sterkar: Yfirleitt skoðaðar sem endurbætt útgáfa hinnar venjulegu gerðar. Þær eru því dýrari.

Alkalískar: Vinna betur í miklum hita eða kulda, endast lengur, leka síður og eru dýrastar af þeim sem nefndar hafa verið.

Smárafhlöður: Notaðar í tæki sem taka litla orku (heyrnartæki, úr o.fl.). Þær eru endingargóðar en dýrar.

Varastu eftirfarandi þegar þú kaupir rafhlöður:

Að velja þér rafhlöður einungis eftir verði. Ef notkun er nokkuð jöfn, í meðallagi eða þar fyrir ofan borgar sig að kaupa dýrari gerð (alkalískar) sem endast mun lengur. Fyrir tæki sem notuð eru aðeins af og til (leifturljós, útvarpstæki notað endrum og eins) dugir ódýrari gerð ágætlega.

Að kaupa rafhlöður sem hafa tapað orku við langa geymslu á búðarhillu. Kauptu rafhlöður í verslun þar sem mikið er keypt til að þú fáir örugglega nýjar rafhlöður.

Að geyma ónotaðar rafhlöður við hátt hita- eða rakastig. Rafhlöður geymast best á köldum, þurrum stað, til dæmis í loftþéttum plastpoka í kæliskáp. Láttu þær hitna upp við stofuhita áður en þú tekur þær úr plastpokanum, til að dögg myndist ekki á rafskautunum og þau ryðgi.

Að ímynda þér að allar rafhlöður endist jafnvel. Venjulegar eða sterkar rafhlöður skila góðri orku meðan þær eru nýjar en verða svo smám saman slappari. Það hefur sín áhrif á tækið sem þær eru notaðar í (ferðasjónvarpstæki, myndbandsvél, segulbandstæki). Alkalískar rafhlöður halda jafnari spennu allt til enda.

Að blanda saman gömlum og nýjum eða ólíkum tegundum rafhlaðna. Slík blanda endist ekki lengur en veikasta rafhlaðan.

Gleymdu ekki að taka dauðar rafhlöður strax úr tækinu til að forðast skemmdir af völdum leka. Taka ætti rafhlöðurnar úr þegar tækið er ekki í notkun eða þegar það er látið ganga fyrir veitustraum um langan tíma.

Stingdu aldrei smárafhlöðum upp í þig og leyfðu börnum ekki að leika sér að þeim. Ef þær eru gleyptar fyrir slysni getur það leitt til innvortis bruna, alvarlegs skaða eða jafnvel dauða.

Næst þegar þú þarft að kaupa rafhlöður fyrir útvarpstækið þitt, klukkuna, reiknivélina, segulbandstækið eða eitthvert annað tæki, mundu þá að rafhlöður eru til í mörgum myndum og ólíkar mjög.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila