Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g89 8.1. bls. 25
  • Smáu atriðin — telur þú þau mikilvæg?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Smáu atriðin — telur þú þau mikilvæg?
  • Vaknið! – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Smá atriði sem eru mikilvæg
  • Smáu atriðin veita gleði
  • Hvernig varð alheimurinn til? — enn ágreiningsmál
    Er til skapari sem er annt um okkur?
  • Hinn mikilfenglegi alheimur
    Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
  • Eru til einhver einföld lífsform?
    Uppruni lífsins – fimm áhugaverðar spurningar
  • Gerð til að lifa að eilífu
    Vaknið! – 1996
Sjá meira
Vaknið! – 1989
g89 8.1. bls. 25

Smáu atriðin — telur þú þau mikilvæg?

SAGT hefur verið að smáu atriðin skipti miklu. Vitrasti kennari veraldar tók undir það og sagði einu sinni: „Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu.“ — Lúkas 16:10.

Smáu atriðin geta oft verið mjög mikilvæg. Heimurinn er í reynd samsettur úr mörgum smáhlutum. Oft höfum við þó tilhneigingu til að láta okkur yfirsjást þá vegna smæðar þeirra.

Smá atriði sem eru mikilvæg

Eitt af því agnarsmáa, sem er forsenda tilveru okkar, er hið frjóvgaða egg sem síðar verður að manni. Russell Coleman, ástralskur verkfræðingur, segir að frumukjarni þess sé „ef til vill stórkostlegasta rökvél hins þekkta alheims sem breytir einföldum hráefnum í vitiborna mannveru.“

Líkami okkar er samsettur úr 100 billjónum smásærra frumna. Kjarnsýran í hverri þeirra geymir upplýsingar sem myndu fylla þúsundir blaðsíðna ef þeim væri snúið á venjulegt mál!

Og hvað um frumeindina, atómið, sem einu sinni var talin smæsta eining veraldar og ókljúfandi? Þessi agnarsmáa byggingareining hefur verið skilgreind sem smæsta eining frumefnis er varðveitir efnaeiginleika þess. Atómkjarninn er agnarsmár og umkringdur enn smærri rafeindum. Atómið er að minnsta kosti 99,9999999999999 prósent tómarúm!

Í samanburði við hinn þekkta alheim erum við mennirnir agnarsmáir. Þegar til dæmis er á það litið að reikistjarnan jörð er aðeins 1/333.000 af massa sólarinnar, sem er ekki nema meðalstór stjarna í einni af milljörðum vetrarbrauta alheimsins, erum við þá ekki minnt á smæð okkar?

Jafnvel tímanum, sem aldrei tekur enda, er hægt að skipta niður í smáar einingar. Millisekúndur safnast upp í sekúndur, sekúndurnar í mínútur, mínúturnar í klukkustundir og þannig áfram í óendanlega löng tímabil, endalaust. Í íþróttakeppni getur jafnvel sekúndubrot skipt sköpum um það hvort keppandi sigrar eða tapar.

Smáu atriðin veita gleði

Meðal vina skipta smáu atriðin afarmiklu máli því að þau tengja menn traustum böndum. Innan hjónabands eru það oft smáu atriðin — hugulsöm orð, augnatillit eða athafnir — sem skipta mjög miklu til að varðveita hlýlegt og innilegt samband milli hjóna. Og margt smátt getur gert eitt stórt þegar smáu atriðin eru látin gleymast og jafnvel magnast upp í stór vandamál sem splundra hjónabandinu.

Trúfesti og hollusta, sem hvort tveggja eru þýðingarmiklir eiginleikar, birtast oft í smáum atriðum. En gleymum ekki hve stór í sniðum sú umbun er í mynd lífsfyllingar og hamingju sem þessi tjáning tryggðar og áreiðanleika veitir.

Já, smáu atriðin geta oft skipt miklu máli. Að sjálfsögðu er stærð eða smæð afstæð og ræðst að verulegu leyti af því hver það er sem matið gerir. Hvort heldur er um að ræða tjáningu ástúðar, vissa drætti í persónuleika okkar eða hin agnarsmáu atriði sem halda lífinu gangandi er ljóst að fyrir þann sem kann að sýna þakklæti skipta smáu atriðin miklu máli.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila