Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.10. bls. 25
  • Lambagammurinn — tignarlegi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lambagammurinn — tignarlegi
  • Vaknið! – 1996
Vaknið! – 1996
g96 8.10. bls. 25

Lambagammurinn — Tignarlegi

EFTIR Fréttaritara Vaknið! á Bretlandi

LAMBAGAMMURINN er stór og tignarlegur fugl. Hann er rúmlega 120 cm langur frá nefi aftur á stél og vænghafið um þrír metrar. Oft sést hann svífa þöndum vængjum yfir fjallgörðum Evrópu og Asíu og stundum í allt að 8 km hæð yfir Himalayafjöllum. Fuglinn er tígulegur með hvítt og svart höfuð, rauðgula bringu og háls og langan broddaskúf neðan á nefninu. Af því er hitt nafnið hans dregið, skegggammurinn. Á hverju lifir þessi fugl í sínum afskekktu og hrjóstrugu heimkynnum?

Sumar handbækur halda því fram að lambagammurinn leggist á lifandi skepnur — gemsur, lömb, kiðlinga, héra og önnur smádýr — en aðrar heimildir eru á öndverðum meiði. „Engar staðfestar frásagnir eru af því að þessi fugl hafi nokkurn tíma ráðist á lifandi dýr,“ segir bókin The World Atlas of Birds, þótt vitað sé að hann éti skinn- og hárkúlur sem aðrir fuglar æla eftir af hafa melt af þeim allt kjöt. Á hverju lifir hann þá?

Lambagammurinn flýgur hátt á loft með bein dýra sem rándýr hafa drepið eða hafa drepist af öðrum orsökum, og lætur þau detta á kletta fyrir neðan. Alltaf hefur verið talið að hann brjóti beinin með þessum hætti til þess eins að ná í beinmerginn. En nú hafa ítarlegar rannsóknir vísindamanna við Glasgow-háskóla á lifandi og dauðum lambagömmum leitt annað í ljós, að sögn blaðsins The Economist.

Fuglinn gleypir bein sem eru allt að 25 cm á lengd og 4 cm í þvermál. En vísindamennirnir uppgötvuðu sér til undrunar að fuglinn hefur engin sérstök meltingarfæri, svo sem fóarn, til að bryðja þessa ómeltanlegu fæðu. Hið eina óvenjulega er að vélinda fuglsins er með afbrigðum teygjanlegt þannig að hann getur kyngt beinabrotunum. En magi lambagammsins segir aðra sögu.

Í ljós kom að í maga fuglsins er fjöldi frumna sem framleiða óvenjusterka sýru — sterkari en rafgeymasýru — sem leysir upp kalsínið í beinunum og losar þar með um próteinin og mergfituna. Þetta æti skilar fuglinum meiri orku en sama magn af kjöti. Enn meiri furðu vekur að meltingarensím skuli finnast í svona súru umhverfi. Nú er því búið að leysa þá ráðgátu hvernig þessi sterki fugl lifir á æti sem er 90 af hundraði bein — enn eitt undur sköpunarverksins.

[Mynd á blaðsíðu 25]

© Nigel Dennis, Photo Researchers

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila