Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 4.11 bls. 14
  • Horft á heiminn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Horft á heiminn
  • Vaknið! – 2011
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Of lítið af sýklum?
  • Vinnusemi á undanhaldi
  • Landamæradeila „leyst“
  • Bilið milli ríkra og fátækra breikkar
    Vaknið! – 2000
  • Drepsóttir á tuttugustu öld
    Vaknið! – 1998
  • Er vá fyrir dyrum?
    Vaknið! – 2008
  • Er jörðin í hættu?
    Vaknið! – 2008
Vaknið! – 2011
g 4.11 bls. 14

Horft á heiminn

Í Tansaníu er einn læknir á hverja 64.000 íbúa. — THE CITIZEN, TANSANÍU.

,Að minnsta kosti 1 milljarður fátækra er vannærður að staðaldri og Sameinuðu þjóðirnar munu ekki ná því markmiði sínu að fækka hungruðum í heiminum verulega fyrir 2015.‘ — SCIENCE, BANDARÍKJUNUM.

Samanlögð sala „hundrað stærstu hergagnaframleiðenda í heimi“ nam jafnvirði 385 milljarða dollara árið 2008, en það var aukning um 39 milljarða dollara frá árinu á undan. — ALÞJÓÐAFRIÐARRANNSÓKNASTOFNUNIN Í STOKKHÓLMI.

Of lítið af sýklum?

„Rannsóknir okkar benda til þess að ofurhreint og ofurþrifalegt umhverfi snemma á ævinni geti stuðlað að meiri bólgum hjá fullorðnum, en það eykur síðan hættuna á alls konar sjúkdómum.“ Þetta segir Thomas McDade en hann er dósent við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Í samanburðarrannsókn á filippeyskum börnum og bandarískum kom í ljós að á heildina litið fengu þau fyrrnefndu miklu fleiri smitsjúkdóma á barnsaldri. En gagnstætt því sem búist var við var ungt fullvaxta fólk á Filippseyjum með mun minna af c-virku prótíni (CRP) í blóðinu en það eykst við bólgur. Niðurstaðan er sú að það geti verndað fullorðna gegn banvænum sjúkdómum að komast í snertingu við algenga sýkla á barnsaldri.

Vinnusemi á undanhaldi

Finnskir atvinnurekendur eru margir hverjir gáttaðir á því að ný kynslóð atvinnuleitenda virðist ekki hafa hugmynd um þá félagsfærni sem er nauðsynleg til að tolla í vinnu. „Nýliðarnir hafa tilhneigingu til að túlka vinnutímann frjálslega og halda að þeir geti komið og farið þegar þeim sýnist.“ Þetta sagði Anne Mikkola í viðtali við finnska ríkissjónvarpið en hún rekur veitingahús. Reglur um klæðnað og hegðun vefjast einnig fyrir nýja starfsfólkinu. Í þjónustugeiranum ber sérstaklega á því að vinnuveitendur þurfi að benda starfsmönnum á hvað sé ekki viðeigandi klæðnaður. Mörkin milli vinnu og einkalífs eru líka orðin óljós eins og sjá má af því að kunningjar nýju starfsmannanna kíkja gjarnan í heimsókn á vinnustaðinn til að spjalla.

Landamæradeila „leyst“

Langstæð deila Bangladessa og Indverja um óbyggða smáeyju á Bengalflóa hefur nú verið leyst — vegna hækkandi sjávarborðs. Indverjar kölluðu eyna New Moore-eyju og Bangladessar South Talpatti-eyju. Hæst hefur hún staðið 1,9 metra yfir sjávarmáli. Nýlegar gervihnattamyndir sýna hins vegar að hún er nú sokkin í sæ. „Hlýnun jarðar hefur nú leyst úr deilu sem ríkin tvö gátu ekki útkljáð með margra ára viðræðum,“ segir prófessor Sugata Hazra við hafrannsóknadeild Jadavpur-háskóla í Kalkútta á Indlandi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila