Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g 11.14 bls. 14-15
  • Spánn gerir Márana útlæga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spánn gerir Márana útlæga
  • Vaknið! – 2014
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • NEYDDIR TIL AÐ SKIPTA UM TRÚ
  • „FALSKRISTNIR OG ÓTRÚIR ÞEGNAR“
  • Efnisyfirlit
    Vaknið! – 2014
  • Orð Guðs kunngert á Spáni á miðöldum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Hvað geturðu sagt við múslíma?
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Afarkostir í nafni Guðs?
    Vaknið! – 2013
Vaknið! – 2014
g 11.14 bls. 14-15
Márarnir gerðir útlægir úr Spáni.

SVIPMYNDIR ÚR FORTÍÐINNI

Spánn gerir márana útlæga

Sagt er að næstum allt sem Spánverjar gerðu í þessari sorgarsögu hafi verið að undirlagi kirkjunnar. Þetta er saga sem vert er að lesa.

SPÆNSKA konungsríkið vildi að allir þegnar ríkisins væru kristnir og að ein lög giltu fyrir alla. Litið var á Márana sem heiðingja – eða þannig var málið lagt upp – og þess vegna var tilvera þeirra álitin alvarleg móðgun við Guð. Eftir mörg ár var ákvörðun tekin – Márarnir skyldu gerðir útlægir úr landinu.

NEYDDIR TIL AÐ SKIPTA UM TRÚ

Í margar aldir fengu Márarnir á Spáni, múslímskur minnihlutahópur sem var kallaður Mudéjar, að búa tiltölulega óáreittir á yfirráðasvæðum kaþólikka. Á sumum svæðum nutu þeir ákveðinna lagalegra réttinda um nokkurt skeið. Þeir máttu hafa sín eigin lög og siðvenjur og iðka trú sína.

En árið 1492 féll síðasta vígi múslíma á Íberíuskaganum þegar konungshjónin Ferdínand 2. og Ísabella tóku Granada. Í uppgjafarsamningnum var kveðið á um að Márarnir í Granada fengju að njóta svipaðra réttinda og aðrir múslímar á Spáni. En ekki leið á löngu þar til kaþólskir leiðtogar fóru að þrýsta á múslímska minnihlutann á þeirra yfirráðasvæði að taka kristna trú. Márarnir mótmæltu þessu broti á fyrra samkomulagi og árið 1499 gerðu þeir uppreisn. Hersveitir Spánverja stöðvuðu uppreisnina og settu múslímum þá afarkosti að skipta um trú eða yfirgefa landið. Spánverjar kölluðu þá sem skiptu um trú og voru áfram í landinu moriscos en það merkir ,litlir Márar‘.

„FALSKRISTNIR OG ÓTRÚIR ÞEGNAR“

Árið 1526 var búið að banna íslam um allan Spán. En margir Máranna, sem höfðu verið knúnir til trúskipta, héldu þó áfram að stunda trú sína á laun. Sem heild héldu þeir menningarlegum sérkennum sínum að mestu leyti.

Í fyrstu fetti enginn fingur út í að Márarnir aðhylltust kaþólska trú aðeins að nafninu til. Þeir gegndu vissulega mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu sem handverksmenn, verkamenn og skattgreiðendur. En flestir þeirra neituðu að aðlagast spænskri menningu, bæði yfirvöldum og almenningi til skapraunar og þeim var mismunað vegna þess. Vaxandi efasemdir innan kirkjunnar um hvort kristnitaka Máranna hafi verið einlæg gætu hafa aukið á fordómana.

Ekki leið á löngu þar til umburðarlyndi gagnvart Márunum vék fyrir ógnarvaldi. Árið 1567 gaf Filippus 2. út tilskipun um að banna tungumál Máranna, klæðnað, siði og hefðir. Það hrinti af stað nýrri uppreisnaröldu sem olli miklu blóðbaði.

Áætlað er að um 300.000 Márar, sem snerust til kaþólskrar trúar, hafi verið neyddir til að flýja Spán undir harðri hendi yfirvaldsins.

Sagnfræðingar telja að leiðtogar Spánar hafi sannfærst um að trúskiptingarnir væru bæði „falskristnir og ótrúir þegnar“. Þess vegna voru þeir grunaðir um að hafa snúist á sveif með óvinunum sem vildu ráðast inn í landið, það er að segja sjóræningjum frá Barbaríinu, mótmælendum frá Frakklandi og Tyrkjum. Bæði fordómar og ótti við að trúskiptingarnir myndu snúast gegn ríkinu áttu þátt í að Filippus 3. ákvað að gera þá útlæga úr landinu árið 1609.a Fólk, sem lá undir grun um að vera Márar, var grimmilega ofsótt næstu árin. Á þennan fyrirlitlega hátt varð Spánn alkaþólskt ríki.

a Sagnfræðingar telja einnig að í það minnsta einn leiðtogi Spánar hafi hagnast allverulega á því að leggja undir sig eignir og óðul Máranna.

Í HNOTSKURN

  • Snemma á áttundu öld e.Kr. lögðu norðurafrískir og arabískir múslímar undir sig stærstan hluta Íberíuskagans þar sem nú eru Spánn og Portúgal.

  • Kaþólskar hersveitir endurheimtu landið smám saman og lauk sigurför þeirra árið 1492 þegar þær lögðu undir sig Granada, síðasta vígi Máranna.

  • Árið 1492 gerðu konungshjónin Ferdínand og Ísabella alla Gyðinga, sem vildu ekki snúast til kaþólskrar trúar, útlæga úr ríki sínu. Á 16. öld voru múslímar sem snerust til kristni og afkomendur þeirra ofsóttir og þeim var tvístrað um landið. Á árunum 1609 til 1614 voru þeir svo gerðir útlægir.

  • Áætlað er að um 300.000 Márar, sem snerust til kaþólskrar trúar, hafi verið neyddir til að flýja Spán undir harðri hendi yfirvaldsins. Talið er að í það minnsta 10.000 manns hafi fallið þegar þeir settu sig upp á móti tilskipuninni.

„Hrein“ kaþólsk trú um land allt

Juan de Ribera, erkibiskup í Valencia, tók virkan þátt í því að gera Márana útlæga.

Juan de Ribera, erkibiskup í Valencia, studdi ákvörðunina um að Márarnir skyldu gerðir útlægir.

Spánn þurfti vissulega að þola mikla efnahagserfiðleika eftir að hafa rekið öflugt vinnuafl úr landi. En þrátt fyrir það komust landsmenn í einhvers konar sæluvímu eftir að Márunum var vísað úr landi. Sagnfræðirit herma að Spánverjum hafi „lengi verið í nöp við þá og talið þá til skammar fyrir þjóðina“ enda tóku þeir trúskipti þeirra ekki alvarlega. En nú var búið að hrekja þessa þjóðarskömm úr landi. Yfirvöld, almenningur og kirkjunnar menn fögnuðu því að „hrein“ kaþólsk trú hefði loks verið endurreist um allt land.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila