Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g23 Nr. 1 bls. 12-14
  • Loftið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Loftið
  • Vaknið! – 2023
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Loftið í hættu
  • Jörðin – hönnuð til að endurnýja sig
  • Hvað er gert í málinu?
  • Ástæður til bjartsýni – hvað segir Biblían?
  • Andrúmsloft þessa heims er banvænt!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Lútum ‚andanum sem lífgar‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Risastórborgirnar eru smám saman að kafna
    Vaknið! – 1995
  • Banvæn uppskera mengunarinnar
    Vaknið! – 1988
Sjá meira
Vaknið! – 2023
g23 Nr. 1 bls. 12-14
Hjón ganga í snjóþaktri hlíð og horfa á stöðuvatn sem er umkringt skógivöxnum fjöllum á heiðskýrum degi.

ER HÆGT AÐ BJARGA JÖRÐINNI?

LOFTIÐ

VIÐ þurfum loft en ekki bara til að geta andað. Andrúmsloftið skýlir jörðinni að mestu leyti fyrir skaðlegri geislun sólarinnar. Án andrúmsloftsins myndi hitastigið fara niður fyrir frostmark um alla jörð.

Loftið í hættu

Loftmengun ógnar öllu lífi á jörðinni. Aðeins eitt prósent jarðarbúa andar að sér lofti sem stenst öryggismörk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Loftmengun getur valdið öndunarfærasjúkdómum, lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Rekja má um 7.000.000 ótímabærra dauðsfalla á ári til loftmengunar.

Jörðin – hönnuð til að endurnýja sig

Jörðin er hönnuð til að sjá öllum loftháðum lífverum sínum fyrir stöðugum straumi af hreinu lofti. Náttúrleg kerfi hennar virka best þegar mengun af mannavöldum er haldið í skefjum. Skoðum fáein dæmi.

  • Við þekkjum öll hæfni skóganna til að binda koldíoxíð í loftinu. Færri vita að votlendi með fenjaviði nálægt sjó gera enn meira gagn. Fenjaviður gegnir þar mikilvægu hlutverki en hann bindur allt að fimm sinnum meira koldíoxíð í loftinu en hitabeltisskógarnir.

  • Nýlegar rannsóknir sýna að sumir stórvaxnir þörungar eins og þari bæði binda koldíoxíð í andrúmsloftinu og grafa það. Blöðruþang, til dæmis, er með gasfylltar blöðrur svo að það getur flotið langar leiðir. Þegar það er komið á haf út springa blöðrurnar og þarinn sekkur til botns með kolefninu sem hann hefur bundið. Þar getur hann legið grafinn öldum saman.

  • Að andrúmsloftið geti hreinsast af skaðlegu magni mengunarefna sýndi sig þegar COVID-19 takmarkanirnar stóðu yfir. Árið 2020 bötnuðu loftgæðin stórlega þegar verksmiðjum var lokað og umferð vélknúinna ökutækja snarminnkaði. Samkvæmt loftgæðaskýrslunni „2020 World Air Quality Report“ greindu rúmlega 80 prósent þátttökulanda frá því að loftið hafi verið hreinna stuttu eftir að takmörkununum var komið á.

    VISSIR ÞÚ?

    Andrúmsloftið getur jafnað sig

    Línurit sem sýnir loftgæði og magn svifryks (PM2,5) í Nýju-Delí á Indlandi. Styrkur svifryks minnkaði úr 128,1 í janúar 2020, sem er talið hættulegt fyrir alla, í rétt undir 35,5 í ágúst 2020 sem er talið sæmilegt.

    Á COVID-tímabilinu minnkaði loftmengun frá verksmiðjum og bifreiðum til muna í Nýju-Delí á Indlandi. Svifryk (PM2,5) minnkaði hratt. Þessar svifryksagnir (0,0025 mm eða minni) geta valdið öndunarfærasjúkdómum og öðrum alvarlegum kvillum. Munurinn á loftgæðunum entist ekki lengi en sýndi samt fram á að andrúmsloftið geti verið fljótt að hreinsast af mengun sem komin er á hættulegt stig.

    Nýja-Delí á Indlandi síðla árs 2019. Myndin sýnir mengunarský vegna mikillar svifryksmengunar.

    © Amit kg/Shutterstock

    Síðla árs 2019

    Nýja-Delí á Indlandi síðar á COVID-19 tímabilinu. Myndin sýnir gott skyggni þar sem dregið hefur úr loftmengun.

    © Volobotti/Shutterstock

    Á COVID-19 tímabilinu

Hvað er gert í málinu?

Maður leggur hjólinu sínu þegar hann er að koma í vinnuna.

Með því að hjóla í vinnuna geturðu dregið úr loftmengun.

Ríkisstjórnir halda áfram að þrýsta á atvinnurekendur að draga úr mengun. Vísindamenn leita líka nýrra leiða til að draga úr áhrifum mengunar. Til dæmis er komin fram aðferð þar sem notaðar eru örverur til að breyta mengunarefnum í skaðlaus efni. Fólk er líka hvatt til að ganga eða hjóla í staðinn fyrir að nota bíl og til að beita sér fyrir orkusparnaði á heimilinu.

Kona eldar mat sitjandi á gólfinu á fábrotnu heimili sínu. Eldavélin hennar, sem er kynt með timbri, er einföld en framleiðir lítinn reyk.

Í sumum löndum láta stjórnvöld í té nútímalegar eldavélar til að draga úr loftmengun en margir hafa samt ekki aðgang að þeim.

En meira þarf til eins og sjá má af skýrslu frá árinu 2022 sem tekin var saman af alþjóðastofnunum, þar á meðal Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Alþjóðabankanum.

Í skýrslunni kemur fram að árið 2020 hafi um þriðjungur jarðarbúa aðallega notað mengandi aðferðir og eldsneyti við eldun. Víða um lönd hafa fáir efni á nýjum eldavélum eða aðgang að betra eldsneyti.

Ástæður til bjartsýni – hvað segir Biblían?

„Þetta segir hinn sanni Guð, Jehóva, hinn mikli Guð sem skapaði himininn ... hann sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex, sem gefur íbúum hennar andardrátt.“ – Jesaja 42:5.

Guð skapaði loftið sem við öndum að okkur og hringrásir náttúrunnar sem hreinsa það. Hann býr líka yfir takmarkalausum mætti og elskar mannkynið. Er þá rökrétt að hann ætli ekki að gera neitt til að stemma stigu við loftmenguninni? Sjá greinina „Guð lofar að jörðinni verði bjargað“.

ÍTAREFNI

Jörðin sýnd utan úr geymi.

Hvernig varð andrúmsloftið til? Horfðu á myndbandið Var alheimurinn skapaður? á jw.org.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila