Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.11. bls. 23-27
  • Hvernig verða má árangursríkur þjónn orðsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig verða má árangursríkur þjónn orðsins
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers aðferðir ættum við að nota?
  • Fyrsta hindrunin
  • Viðbrögð fólks
  • Frá ókunnugum til vina
  • Árangursrík þjónusta gefur af sér fleiri lærisveina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Verða allir sannkristnir menn að vera þjónar orðsins?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Verum sveigjanlegir og úrræðagóðir boðberar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.11. bls. 23-27

Hvernig verða má árangursríkur þjónn orðsins

„Þess vegna sendi ég Tímóteus til yðar, . . . hann mun minna yður á vegu mína í Kristi, eins og ég kenni alls staðar í hverjum söfnuði.“ — 1. Korintubréf 4:17.

1, 2. Hvað er nauðsynlegt til að draga fólk að sannleikanum? (Postulasagan 8:12)

ÞEGAR heilögum anda var úthellt á hvítasunnunni árið 33 tók kristni söfnuðurinn að vaxa og breiðast ört út. (Postulasagan 2:40-42; 4:4; 6:7; 11:19-21) Hver var lykillinn að velgengni hans? Hvers vegna tóku svona margir Gyðingar og síðan Samverjar og heiðingjar við Kristi og boðskapnum og ríki Guðs? — Postulasagan 8:4-8; 10:44-48.

2 Til að taka við hinu kristna fagnaðarerindi þurfa nokkur atriði að eiga sér stað. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að skilja og meta að verðleikum óverðskuldaða náð Gðs gagnvart mannkyninu sem hann sýndi með því að eiga frumkvæðið að því að senda son sinn til jarðar sem lausnarfórn. Biblíuritarinn Jóhannes orðaði það svo: „Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.“ — 1. Johannesarbréf 4:9, 10.

3. Hvers vegna er nauðsynlegt að vera sér meðvitandi um andlega þörf sína?

3 Annað mikilvægt atriði eru viðhorf hvers og eins til andlegra verðmæta. Jesús sagði: „Sælir eru þeir sem eru sér meðvitandi um andlega þörf sína því að himnaríki tilheyrir þeim. Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti því að þeir munu saddir verða.“ (Matteus 5:3, 6, NW) Sinnulaus og sjálfsánægður maður er sér venjulega ekki meðvitandi um neina andlega þörf og er ekki opinn fyrir sannleikanum. Þegar vottar Jehóva boða slíkum mönnum boðskapinn um ríkið svara þeir gjarnan: ‚Ég hef ekki áhuga. Ég hef mína eigin trú.‘ Þeir sem eru uppteknir af því að elta efnislega hluti hafa ekki heldur tíma til að sinna andlegum málum. — Matteus 6:33, 34; 7:7, 8; Lúkas 12:16-21.

4. Hvaða spurningar verða nú skoðaðar?

4 Hvað um þá sem eru „sér meðvitandi um andlega þörf sína“ og eru reiðubúnir að leita Guðs og ríkis hans? Hverngi er hægt að finna þá og þekkja? Getum við sem þjónar orðs Guðs gert eitthvað til að gera boðskap okkar skiljanlegri? Hvernig getum við verið árangursríkari þjónar orðsins en nú?

Hvers aðferðir ættum við að nota?

5. Hvað átti Tímóteus að kenna Korintumönnum að því er Páll sagði?

5 Þegar Páll postuli skrifaði kristnum mönnum í Korintu sitt fyrra bréf sagðist hann vera að senda þeim Tímóteus sem myndi ‚minna þá á vegu Páls í Kristi.‘ Hér tala sumar biblíuþýðingar, þeirra á meðal sú íslenska, um „lífsveg“ eða „vegu,“ en orðabókin Greek-English Lexicon of the New Testament eftir prófessor Thayer leggur annan skilning í þessa ritningargrein: „Þær aðferðir sem ég, þjónn Krists og postuli, nota við að rækja starf mitt.“ Þar eð Páll lauk setningunni með því að segja: „Eins og ég kenni alls staðar í hverjum söfnuði,“ er rökrétt að álykta að orð hans taki til þjónustu hans við orðið, ekki aðeins breytni hans sem kristinn maður. — 1. Korintubréf 4:17.

6. Hvers vegna var þjónusta Jesú árangursrík?

6 Þjónusta Jesú var ekki handahófsleg. Hann beitti líka ákveðnum aðferðum við prédikun sína. Svo dæmi séu tekin kenndi hann vandlega postulum sínum, og síðar 70 trúboðum, hvernig þeir ættu að prédika með áhrifaríkum hætti. Sjálfur notaði hann stöðugt líkingar og dæmisögur, spurningar og tilvitnanir í Ritninguna þeim til fordæmis. Það er enn þann dag í dag besta aðferðin. — Lúkas 9:1-6; 10:1-11.

7. Hvernig getum við komið fagnaðarerindinu til sem flestra?

7 Þar eð hin kristna þjónusta varðar eilíft líf eða dauða, hvernig getum við komið fagnaðarerindinu til sem flestra manna? Já, hvernig getum við verið ‚hreinir af blóði allra manna‘? Með því að beita öllum hugsanlegum aðferðum í þjónustunni sem felur í sér, eins og Páll postuli sagði, þjónustu ‚hús úr húsi.‘ Spænsk orðskýringabók segir um Postulasöguna 20:20: „Hér er nefnd sú prédikunarferð sem Páll notaði í Efesus.‘ — Postulasagan 20:20-27.

Fyrsta hindrunin

8, 9. (a) Hver er oft fyrsta hindrunin í þjónustunni? (b) Hvers vegna gat Jesús talað af djörfung?

8 Fyrsta hindrunin, sem við þurfum að yfirstíga í þjónustunni, er mjög oft við sjálf. Sumir eru óframfærnir, finnst þá skorta hæfileika eða menntun til að tala við fólkið sem þeir hitta. En hvernig leit Jesús á málin? Hafði hann setið í rabbínaskóla? Hafði hann fengið æðri menntun? Hvernig brugðust menn í heimaborg hans samt sem áður við þegar hann prédikaði? Matteus segir okkur: „Þeir undruðust stórum og sögðu: ‚Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin?‘“ Jesús var að vísu fullkominn, sonur Guðs, en aðferðir hans voru líka hagnýtar fyrir lærisveinana sem voru flestir „ómenntaðir“ en áttu að líkja eftir honum. Hver voru viðbrögðin við prédikun þeirra, jafnvel meðal trúarlegra fjandmanna þeirra? „Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú. — Matteus 13:54; Postulasagan 4:13.

9 En hvaðan tók Jesús allt það sem hann kenndi? Hvers vegna gekk honum svona vel í þjónustu sinni? Reyndi hann, eins og sjónvarpsprédikarar okkar daga, að spila á tilfinningar áheyrenda sinna til að hafa áhrif á þá? Nei. Kennsla Jesú var afar einföld — hann talaði mál almúgamanna, honum var ljós andleg þörf þeirra og, það sem mestu skipti, vissi Jesús að faðir hans studdi við bakið á honum. Hann sagði það berlega þegar hann lýsti yfir í samkundunni í heimsborg sinni, Nasaret í Galíleu, að honum hefði verið falin þjónusta. Hann las upp úr bókrollu spámannsins Jesaja: „Andi [Jehóva] er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár [Jehóva]. . . .  Hann tók þá að tala til þeirra: ‚Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.‘“ — Lúkas 4:16-21.

10, 11. (a) Hvaða augum ættum við að líta á þjónustu okkar? (b) Hverju svarar Páll?

10 Nú á dögum er stutt við bakið á okkur í þjónustunni á sama hátt — af Jehóva Guði, drottinvaldi alheimsins. Við erum að prédika boðskap hans, visku hans. Við styðjum okkur við orð hans og notum það iðulega í samræðum okkar. Ættum við þá að hafa einhverja minnimáttarkennd út af því að prédika, jafnvel fyrir þeim sem eru betur menntaðir en við eða efnaðri?

11 Páll svarar: „Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðakappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? . . . Bræður, byggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. en Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, það sem ekkert er, til þess að gjöra að engu það, sem eitthvað er, til þess að enginn maður skuli hrósa sér fyrir Guði. — 1. Korintubréf 1:18-29.

12. Hvaðan er velgengni í þjónustunni komin? (Jakobsbréfið 4:8)

12 Velgengni í þjónustunni byggist ekki á menntun okkar eða ætterni. Hun byggist á sjálfum boðskapnum um Guðsríki sem snertir streng í hjarta þess manns sem er sér meðvitandi um andlega þörf sína. Annað atriði er góðvild Jehóva gagnvart þessum manni, því að eins og Jesús sagði: „Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann.“ — Jóhannes 6:44.

13. (a) Hver voru viðbrögð Páls og Barnabasar við andstöðu? (b) Með hvaða hætti getum við alltaf veri glöð í þjónustunni?

13 Við getum því treyst á stuðning Jehóva og innt af hendi þjónustu okkar með sannfæringu eins og Páll og Barnabas gerðu á fyrstu öldinni. Þegar þeir prédikuðu í Íkóníum olli þjónusta þeirra skörpum skoðanaágreiningi og nokkurri andstöðu. Kom það þeim til að gefast upp? Frásögn Lúkasar segir okkur: „Dvöldust þeir þar alllangan tíma og töluðu djarflega í trausti till [Jehóva], sem staðfesti orð náðar sinnar með því að láta tákn og undur gerast fyrir hendur þeirra.“ Ef við höfum á sama hátt jákvætt viðhorf til fólksins í starfssvæði okkar og látum Jehóva um árangurinn mun þjónustan alltaf vera okkur til gleði, ekki byrði. — Postulasagan 14:1-3; Jakobsbréfið 1:2, 3.

Viðbrögð fólks

14. Hvernig brást fólk við prédikun Páls?

14 Hvorki Jesús né Páll fengu alltaf jákvæð viðbrögð þegar þeir prédikuðu. Hver voru til dæmis viðbrögð almennings þegar Páll prédikaði í Aþenu? Frásagan segir: „Nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann. Sögðu sumir: ‚Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?‘ Aðrir sögðu: ‚Hann virðist boða ókennda guði,‘ — því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna. Og þeir tóku hann og fóru með hann upp á Aresarhæð og sögðu: ‚Getum vér fengið að vita, hver þessi nýja kenning er, sem þú ferð með? Því að eitthvað nýstárlegt flytur þú oss til eyrna.‘“ — Postulasagan 17:18-20.

15. Hvernig bregst fólk við þjónustu þinni? Hvað ættum við að muna?

15 Við verðum að gera okkur ljóst að boðskapur okkar og sú útgáfa af honum sem fjölmiðlar og andstæðingar gefa getur líka látið undarlega í eyrum manna núna. Þess vegna eru margir fordómafullir vegna sögusagna, sem þeir hafa heyrt, og hafna okkur án þess að hlusta. Aðrir, eins og þessir menn í Aþenu, þiggja nánari upplýsingar áður en þeir taka ákvörðun. Stundum hæðast þeir sem hlustað hafa auðvitað að voninni um Guðsríki og telja ekki hægt að trúa henni. En mundu að þeir eru að hafna Kristi og boðskap hans, ekki þér. — Postulasagan 17:32-34; Matteus 12:30.

Frá ókunnugum til vina

16. (a) Hver geta verið viðbrögð okkar þegar ókunnugur maður knýr dyra hjá okkur? (b) Hverju ættu inngangsorð okkar að koma til leiðar?

16 Hvernig er þér innanbrjósts þegar ókunnugt fólk knýr dyra hjá þér? Hvaða spurningar koma upp í huga þér? Líklega þessar: Hverjir eru þetta? Hvað vilja þeir? Munu þeir valda mér vandræðum? Þegar við kynnum okkur sem þjóna orðsins við dyr annars manns ættum við að hafa það í huga. Inngangsorð okkar ættu því að svara þessum spurningum. En hvernig? Hvaða inngangsorðum stakk Jesús upp á? Hann sagði: „Þegar þér komið í hús, þá árnið því góðs, og sé það verðugt, skal friður yðar koma yfir það, en sé það ekki verðugt, skal friður yðar aftur hverfa til yðar.“ — Matteus 10:12, 13.

17. Hvernig geta inngangsorð okkar létt áhyggjum af fólki?

17 Þá skal „friður yðar koma yfir það.“ Hvað táknar það? Það táknar að í þjónustu okkar viljum við að friður okkar komi yfir sérhvern mann og heimili. Inngangsorð okkar ættu því að sýna að við erum friðelskandi þjónar Guðs. Enn þann dag í dag nota Gyðingar og Múslímar kveðjuorðin „friður sé með þér“ eða „friður.“ („shalom aleichem“ eða „shalom“ á hebresku, og „assalām ‘alaikum“ eða „salām“ á arabísku). Að sjálfsögðu hljóta kveðjuorð okkar að vera breytileg frá einu landi til annars eftir því hvað þar er vanalegt. En markmiðið er hið sama — að firra húsráðanda áhyggjum af því hverjir við séum svo að hann hlusti á boðskapinn um Guðsríki. Að segja til nafns, jafnvel hvar þú býrð, getur stuðlað að því. Það sýnir að þú hefur ekkert að fela. Tilefni þitt og heiðarleiki er þá öllum augljós. Þá ert þú að gera eins og Páll ráðlagði: „Látið allar sjá að þið hafið hreinan skjöld. Forðist allar deilur og lífið í sátt og samlyndi við alla menn ef mögulegt er.“ — Rómverjabréfið 12:17, 18, Lifandi orð.

18. Hvaða staðli ættum við alltaf að fylgja í þjónustu okkar?

18 Hvort sem við erum í þjónustunni hús úr húsi eða starfandi á götum úti erum við fyrir almenningssjónum. Samræður okkar og hegðun ætti alltaf að vera yfir gagnrýni hafin og friðsamleg. En þótt kynning okkar ætti að vera mildileg og friðsamleg ætti hún ekki að vera í afsökunartón. Við skömmumst okkar ekki fyrir að vera opinberir þjónar Guðs. — Markús 8:38.

19, 20. (a) Hvernig má taka fólk tali á götum úti? (b) Hvers vegna tókst Jesú vel til með óformlega kynningu?

19 Í sumum löndum er fólk frekar fámált og íhaldssamt. Sumum fellur ekki að einhver, sem er með tímarit til sýnis, taki þá tali á götum úti. Ef svo er, hví ekki að nota aðra aðferð? Hægt er að hefja háttvíslega samræður við mann sem ekki er að flýta sér, og draga síðan fram biblíurit á eðlilegan hátt.

20 Jesús var vissulega laginn við prédikun af þessu tagi. Þar eð Gyðingar fyrirlitu að jafnaði Samverja beitti Jesús lagni þegar hann tók tali siðlausa samverska konu við Jakobsbrunn. Þær samræður eru afbragðs fyrirmynd um formlegan vitnisburð og prédikun á götum úti. Þær eru líka gott dæmi um tillitssama og uppbyggjandi kennslu. — Jóhannes 5:5-30.

21. Hvaða annað mikilvægt atriði sýnir sig í þjónustu Páls?

21 Gefa þarf gaum öðru mikilvægu atriði þegar við kynnum fagnaðarerindið um ríkið. Páll var snillingur í því. Athugaðu hvort þú getur komið auga á það í nokkrum af kynningum hans sem er að finna í Postulasögunni 13:16-20; 17:22 og 22:1-3. Taktu eftir að við hvert tækifæri leitaði hann að sameiginlegum grundvelli. Hann setti sig í spor annarra og tók með í reikninginn bakgrunn þeirra í lífinu. Árangurinn var sá að fólk hlustaði á hann jafnvel þótt það væri honum ekki sammála. Á svipaðan hátt getur kynning okkar snert hinn mannlega þátt sem tengir okkur og húsráðandann. Kannski tekur þú eftir því að börn eru á heimilinu, og sjálfur ert þú foreldri. Þá átt þú eitthvað sameiginlegt með honum sem getur skapað vinsamleg tengsl. Þú hefur atriði til að tala út af sem getur verið inngangurinn að boðskapnum um Guðsríki! — Matteus 18:1-6.

22. Hvaða spurningar krefjast nú svars?

22 En þessar tillögur eru þó aðeins upphafið. Hvaða önnu skref þarf að stíga til að gera að lokum nýjan lærisvein? Já, hvað annað þarf að gera til að hjálpa öðrum manni að eignast samband við Guð í gegnum Krist? Hvaða eiginleikar munu gera þjónustu þína enn árangursríkari?

Hverju svarar þú?

◻ Nefnið sumt af því sem er fólgið í að taka við boðskapnum um Guðsríki.

◻ Hvernig má sigrast á óframfærni og feimni í þjónustunni?

◻ Hvert ætti að vera markmiðið með kynningu okkar úti á akrinum?

◻ Hvernig geta fordæmi Jesú og Páls hjálpað okkur að taka fólk tali?

[Mynd á blaðsíðu 25]

Jesús kenndi lærisveinum sínum árangursríkar aðferðir í þjónustunni.

[Mynd á blaðsíðu 27]

Hvaða spurningar koma upp í hugann þegar ókunnugur maður stendur við dyrnar hjá þér?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila