Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w16 nóvember bls. 3
  • Orð sem hafði mikla þýðingu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Orð sem hafði mikla þýðingu
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Svipað efni
  • Höfuðþættir Rutarbókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Rutarbók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Rut og Naomí
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Höldum áfram að sýna hvert öðru tryggan kærleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
w16 nóvember bls. 3
Kona fellur til fóta Jesú og hann beygir sig niður til að tala við hana.

Orð sem hafði mikla þýðingu

„KONA.“ Þannig ávarpaði Jesús stundum konur. Þegar hann læknaði fatlaða konu, sem hafði verið kreppt í 18 ár, sagði hann: „Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!“ (Lúk. 13:10-13) Jesús ávarpaði jafnvel móður sína með þessum algenga hætti en á biblíutímanum var það talið kurteisi. (Jóh. 19:26; 20:13) Annað orð, sem einnig var notað til að ávarpa konur, fól í sér meira en bara kurteisi.

Í Biblíunni er notað einstaklega vingjarnlegt og blíðlegt orð þegar vissar konur eru ávarpaðar. Jesús notaði þetta orð þegar hann talaði við konu sem hafði mátt þola stöðugar blæðingar í 12 ár. Þegar hún nálgaðist Jesú gerði hún það ekki beint í samræmi við lög Guðs sem tiltóku að kona í hennar ástandi væri óhrein. Færa mætti rök fyrir því að sökum ástands síns hefði hún átt að halda sér fjarri öðru fólki. (3. Mós. 15:19-27) En hún var örvæntingarfull. „Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni en engan bata fengið, öllu heldur versnað.“ – Mark. 5:25, 26.

Konan laumaði sér í gegnum mannþröngina, nálgaðist Jesú aftan frá og snerti kögrið á yfirhöfn hans. Blæðingarnar stöðvuðust samstundis! Konan vonaðist til að enginn tæki eftir henni en Jesús spurði: „Hver var það sem snart mig?“ (Lúk. 8:45-47) Við það féll hún hrædd og skjálfandi til fóta Jesú „og sagði honum allan sannleikann“. – Mark. 5:33.

Til að róa konuna sagði Jesús vingjarnlega við hana: „Vertu hughraust, dóttir.“ (Matt. 9:22) Samkvæmt biblíufræðingum er hægt að nota hebresku og grísku orðin fyrir „dóttir“ sem myndlíkingu um „góðvild og hlýju“. Jesús veitti henni enn meiri hughreystingu með því að segja: „Trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og ver heil meina þinna.“ – Mark. 5:34.

„Dóttir.“ Bóas, auðugur Ísraelsmaður, ávarpaði Rut hina móabísku með þessum hætti. Hún hafði líka ástæðu til að vera óörugg því að hún var að tína bygg á landareign ókunnugs manns. „Taktu nú eftir, dóttir mín,“ sagði Bóas. Síðan hvatti hann Rut til að halda áfram að tína á ökrum hans. Rut féll að fótum Bóasar og spurði hvers vegna hann hefði verið svo vingjarnlegur við hana, hún sem var útlendingur. Bóas hughreysti hana enn frekar þegar hann svaraði: „Mér hefur verið sagt allt um það hvernig þér fórst við tengdamóður þína [ekkjuna Naomí] ... Drottinn, Guð Ísraels, launi þér verk þitt.“ – Rut. 2:8-12.

Jesús og Bóas eru öldungum frábær fyrirmynd. Tveir öldungar gætu stundum mælt sér mót við systur sem þarf að fá ráð frá Biblíunni og uppörvun. Þegar öldungarnir hafa leitað leiðsagnar Jehóva í bæn og hlustað vandlega á trúsystur sína eru þeir vel í stakk búnir að nota orð Guðs til að hughreysta hana og uppörva. – Rómv. 15:4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila