Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp19 Nr. 2 bls. 4-5
  • Þegar hamfarir verða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar hamfarir verða
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • BIBLÍUÞEKKING VEITIR OKKUR VON
  • Ertu viðbúinn?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Varpið allri áhyggju ykkar á Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Hvernig geturðu náð árangri í baráttunni við kvíða?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Kvíði hjá karlmönnum – hvaða hjálp veitir Biblían
    Fleiri viðfangsefni
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
wp19 Nr. 2 bls. 4-5
Tveir menn sitja í rústum byggingar.

Þegar hamfarir verða

„Til að byrja með fundum við fyrir algeru vonleysi. Við misstum allar eigur okkar í aurskriðu og flóðum.“ – Andrew frá Síerra Leóne.

„Þegar fellibylurinn var afstaðinn fórum við aftur heim. Það var ekkert eftir. Þetta var mikið áfall. Dóttir mín brotnaði niður og grét.“ – David frá Jómfrúareyjum.

EF ÞÚ hefur einhvern tíma orðið fyrir hamförum þekkirðu án efa tilfinningarótið sem margir upplifa í kjölfar hamfara – áfall, afneitun, uppnám, kvíða og martraðir. Mörg fórnarlömb hamfara eru vondauf og uppgefin og sjá litla ástæðu til að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl.

Ef þú hefur lent í hamförum, sem hafa lagt líf þitt í rúst, gætirðu verið við það að gefast upp. Kannski ertu jafnvel farinn að hugleiða hvort lífið sé erfiðisins virði. Biblían sýnir fram á að lífið er erfiðisins virði og að þú hafir fulla ástæðu til að vera bjartsýnn á framtíðina.

BIBLÍUÞEKKING VEITIR OKKUR VON

Í Prédikaranum 7:8 segir: „Betri er endir máls en upphaf.“ Lífið gæti virst vonlaust rétt eftir hamfarirnar þegar þú ert enn að ná áttum. En þegar þú hefst handa og vinnur þolinmóður að því að koma lífi þínu í rétt horf fer þér smám saman að ganga betur.

Biblían segir fyrir þann tíma þegar ,aldrei framar heyrist grátur og kvein‘. (Jesaja 65:19) Þetta verður að veruleika þegar jörðinni verður breytt í paradís undir stjórn Guðsríkis. (Sálmur 37:11, 29) Hamfarir heyra þá sögunni til. Allar þrálátar þjáningar og sárar minningar verða þurrkaðar út að eilífu því að alvaldur Guð lofar: „Hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma.“ – Jesaja 65:17.

Hugsaðu þér! Skaparinn er með fyrirætlanir um að veita þér „vonarríka framtíð“ – friðsælt líf undir fullkominni stjórn Guðsríkis. (Jeremía 29:11) Getur þessi þekking gert líf þitt erfiðisins virði? Sally, sem vitnað var í áður, segir: „Að hugsa um allt það dásamlega, sem Guðsríki gerir fyrir okkur í framtíðinni, hjálpar manni að gleyma því sem liðið er og að komast í gegnum daginn.“

Við hvetjum þig til að kynna þér betur það sem Guðsríki mun brátt gera fyrir allt mannkynið. Þá geturðu farið að treysta því að þrátt fyrir hörmungarnar, sem þú hefur upplifað, er lífið erfiðisins virði núna á meðan þú bíður með eftirvæntingu eftir framtíð þar sem engar hörmungar verða. En þar til sá tími kemur geturðu nýtt þér hagnýt ráð Biblíunnar til að kljást við eftirköst hamfara. Skoðum nokkur af þessum ráðum.

Biblíuvers sem geta hjálpað

Fáðu næga hvíld.

„Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ – Prédikarinn 4:6.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir alvarlegt áfall „auki of lítill svefn vanlíðanina og geri manni erfitt að halda andlegu jafnvægi“. Að hvíla sig vel er því skynsamlegt.

Talaðu um tilfinningar þínar.

„Hugsýki íþyngir hjartanu, eitt vingjarnlegt orð gleður það.“ – Orðskviðirnir 12:25.

Talaðu við einhvern í fjölskyldunni eða góðan vin. Auk þess að hlusta geta þeir uppörvað með hvetjandi orðum og gefið þér góð ráð.a

Horfðu fram til betri tíma.

„Eftir fyrirheiti [Guðs] væntum við nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr.“ – 2. Pétursbréf 3:13.

a Þeir sem hafa glímt við langvarandi kvíða eða áhyggjur gætu þurft að leita sér aðstoðar læknis.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila