Kvöldmáltíð Drottins undirbúin
Hafa allir, ræðumaðurinn meðtalinn, fengið upplýsingar um nákvæman tíma og stað hátíðarinnar? Hefur ræðumaðurinn tryggt far?
Hefur verið gengið alveg frá því að útvega brauð og vín og hafa til reiðu á réttum stað og tíma?
Hafa ráðstafanir verið gerðar til að hreinn dúkur sé kominn á borðið tímanlega og nægilegur fjöldi glasa og diska?
Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hreinsa ríkissalinn fyrirfram?
Er búið að fela vissum bræðrum að sjá um umsjón í salnum og að bera fram brauðið og vínið? Hefur fundur verið ákveðinn með þeim fyrir hátíðina til að fara yfir hvert verkefni þeirra er? Hvenær? Hvaða aðferð mun notuð til að tryggja að öllum berist brauðið og vínið?
Er fullgengið frá ráðstöfunum til að hjálpa öldruðum og lasburða bræðrum og systrum, svo og einnig að þjóna hinum smurðu, ef einhverjir eru, sem eru ef til vill ekki ferðafærir og geta því ekki komið saman með söfnuðinum?