Spurningakassinn
◼ Er rétt og viðeigandi að endurgera rit Félagsins til að dreifa þeim síðan til annarra?
Í gegnum árin hefur Félagið framleitt rit sem spanna breitt svið og fjalla að heita má um sérhverja hlið biblíuþekkingar og -fræða. Einstaklingum, sem hafa lært sannleikann á síðustu árum, kann að finnast að þeir hafi farið á mis við það að hafa gagn af því efni sem gefið var út áður fyrr og er ekki lengur fáanlegt frá Félaginu. Sumir hafa lagt út í verulega fyrirhöfn til þess að útvega sér eintök af eldri ritum og aðrir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að endurvinna rit Félagsins og gera þau fáanlega í ýmsum myndum. Þetta hefur meðal annars verið gert með hreinum endurprentunum á ritum svo og endurgerðum í tölvutæku formi. Í sumum tilvikum hefur það verið gert til að hafa af því fjárhagslegan hagnað.
Hinn trúi „þjónn“ veit um andlegar þarfir okkar og sinnir þeim „á réttum tíma.“ (Matt. 24:45) Þegar þörf er á endurútgáfu eitthvers efnis hefur Félagið gert ráðstafanir í þá veru. Til dæmis hafa innbundnir árgangar Varðturnsins frá 1960 til 1985 verið endurprentaðir og öllum staðið þeir til boða. Þegar einstaklingar taka hins vegar sjálfir frumkvæðið að því að endurvinna og dreifa slíku efni geta komið upp ónauðsynleg vandamál.
Alvarleg vandamál verða til þegar þetta efni er endurgert og því dreift í ábataskyni. Spurningakassinn í Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1977 (á ensku) sagði: „Best er að hafa ekki guðræðislegan félagsskap að féþúfu með því annaðhvort að koma af stað eða auglýsa nokkra vöru eða þjónustu í ríkissalnum, í safnaðarbóknámum og á mótum votta Jehóva. Það mun hjálpa okkur að gefa andlegum málum alla athygli okkar eins og þau verðskulda og halda viðskiptamálum á sínum rétta stað.“ Það er þess vegna mikilvægt að við forðumst að hugsa um fjárhagslegan ávinning í tengslum við það að gera orð Guðs, eða málefni sem því tengjast, að verslunarvöru.