Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.97 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig getum við nýtt okkur bókasafn ríkissalarins?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Nýttu þér eldri rit
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Nýtt fyrirkomulag á bókasöfnum ríkissalanna
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Notið þær vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 4.97 bls. 7

Spurningakassinn

◼Hvaða rit ætti að hafa í bókasafni Guðveldisskólans?

Fjölmörg andleg rit hafa verið gefin út fólki Guðs til gagns. Þar sem margir boðberar eiga ekki sjálfir öll þessi rit kemur bókasafn Guðveldisskólans í ríkissalnum að góðum notum við að fletta upp í ritum sem boðberinn hefði ef til vill ekki annars aðgang að. Af þeim sökum ætti þar að vera að finna ýmsar biblíuþýðingar, öll rit Félagsins frá síðari áratugum, eintök af Ríkisþjónustu okkar, innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! og Efnisskrár rita Varðturnsins. Þar fyrir utan ætti að bæta í safnið góðri orðabók. Alfræðibækur, landabréfabækur og uppsláttarbækur í málfræði og sögu gætu komið að gagni séu þær fáanlegar. Hins vegar ættum við fyrst og fremst að leggja áherslu á þau rit sem „sá trúi og hyggni þjónn“ lætur í té. — Matt. 24:45.

Greint hefur verið frá því að í fáeinum tilvikum hafi vafasamar bækur verið settar í bókasafn Guðveldisskólans. Það væri ekki við hæfi að hafa þar skáldsögur, biblíuskýringarrit sem hampa æðri gagnrýni, eða bækur um heimspeki eða spíritisma. Í bókasafni Guðveldisskólans ætti aðeins að vera að finna efni sem hjálpar notendum þess að halda áfram að taka andlegum framförum. — 1. Tím. 4:15.

Skólahirðirinn er ábyrgur fyrir bókasafninu þó að fela megi öðrum bróður að hjálpa honum að annast það. Hann ætti að sjá til þess að nýjustu ritunum sé sífellt bætt við safnið um leið og þau berast söfnuðinum. Merkja skyldi greinilega hverja bók á innanverða kápuna með nafni safnaðarins sem á bókasafnið. Ár hvert skyldi skoða bækurnar til að kanna hvort einhver þeirra þarfnist viðgerðar eða endurnýjunar.

Allir geta lagt sitt af mörkum til að annast bókasafnið. Bækur og önnur rit safnsins skyldi meðhöndla með gætni. Börnum ætti ekki að leyfast að leika sér að þeim og enginn ætti heldur að merkja í þær. Setja mætti upp snyrtilegt skilti sem minnir fólk á að ekki megi taka bækur safnsins úr ríkissalnum.

Þar sem sífellt er verið að mynda nýja söfnuði er líklegt að stærð margra bókasafnanna sé takmörkuð. Sumir boðberar, sem eiga eldri rit okkar, gætu skoðað þann möguleika að gefa þau söfnuðinum. Öldungarnir gætu pantað innbundna árganga Varðturnsins sem hafa verið endurprentaðir. Með þessum hætti mun bókasafn Guðveldisskólans reynast mjög nothæft til hjálpar öllum að grafa ofan af hinum fólgnu fjársjóðum í orði Guðs, sem veitir þekkingu og speki, hyggindi og skilning.“ — Orðskv. 2:4-6.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila