Nýttu þér eldri rit
Algengt er að eldri rit safnist fyrir hjá söfnuðunum. Væri ekki ráð að þú fengir þér eintök af þessum ritum til að eiga í bókasafninu þínu? Auðvitað má vera að þú getir nýtt þér geisladiskinn Watchtower Library og hafir aðgang að þessum ritum þar, að minnsta kosti sumum þeirra. Það hefur samt sem áður ýmsa kosti að eiga ritin í prentuðu formi. Ertu með í námi biblíunemanda sem tekur góðum framförum? Þá skaltu hvetja hann til að verða sér úti um þessi eldri rit til eigin nota. Umsjónarmaður Boðunarskólans ætti að ganga úr skugga um að öll eldri rit, sem eru til á lager hjá söfnuðinum, séu til í bókasafni ríkissalarins. Þessi rit hafa enn sitt gildi. Það er betra að þau séu notuð heldur en að þau standi óhreyfð í bókaafgreiðslu safnaðarins.