Spurningakassinn
◼ Hvað myndi teljast viðeigandi búningur þegar einstaklingur lætur skírast?
Þó að viðurkenndur klæðnaður sé breytilegur frá einum heimshluta til annars gildir áminning Biblíunnar um að klæðast „með blygð og hóglæti“ fyrir alla kristna menn óháð búsetu þeirra. (1. Tím. 2:9) Beita skyldi þessari frumreglu þegar tekið er til athugunar hvað sé viðeigandi búningur við skírn.
Varðturninn (á ensku) frá 1. júní 1985 gefur þessar leiðbeiningar þeim sem lætur skírast: „Vissulega ættu þau sundföt, sem notuð eru, að vera siðsamleg. Þetta er mikilvægt nú á dögum þegar tískuhönnuðir virðast vilja flagga kynferði fólks og ná fram nær algerri nekt. Annað sem taka þarf með í reikninginn er að sum sundföt, sem virðast siðleg þegar þau eru þurr, eru það ekki þegar þau blotna. Enginn sem er að láta skírast myndi vilja valda truflun eða hneykslun við jafnalvarlega athöfn og skírnin er. — Filippíbréfið 1:10.“
Í samræmi við þessar ráðleggingar munu allir þeir sem láta skírast vilja klæðast siðsamlegum búningi og hafa í huga hversu þýðingarmikil þessi stund er. Þar af leiðandi munu baðföt, sem naumlega hylja það sem þau eiga að hylja eða klessast við líkamann þegar þau blotna, vera ósæmandi búningur fyrir kristinn einstakling og ætti að forðast. Á sama hátt væri það óviðeigandi að vera ósnyrtilegur eða druslulegur í útliti. Enn fremur væri það ekki við hæfi að vera í stutterma bol með veraldlegum málsháttum eða auglýsingaslagorðum.
Þegar öldungarnir, sem til þess hafa verið valdir, fara yfir skírnarspurningarnar með þeim sem býr sig undir skírn gefst hentugt tækifæri til að ræða mikilvægi þess að klæðast réttum búningi við skírnina. Á þann hátt mun virðuleika þessa tækifæris viðhaldið og við munum halda áfram að skera okkur úr með því að vera ólík heiminum. — Samanber Jóhannes 15:19.