Guðveldisfréttir
Albanía: Frá desember 1991 til desember 1992 fjölgaði boðberum úr 24 upp í 107. Biblíunámum fjölgaði úr 4 í 221 á sama tímabili.
Ísland: Í mars var nýtt boðberahámark með 280 boðbera og er það fimmta boðberahámarkið á þessu þjónustuári.
Mið-Afríkulýðveldið: Þann 20. janúar 1993 gaf stjórnin út tilskipun sem heimilaði vottum Jehóva að taka aftur upp fulla starfsemi. Bræðurnir þar fagna yfir því að geta núna notað ríkissali sína og að hafa getað haldið umdæmismótið, „Ljósberar,“ fyrir opnum tjöldum. Alls voru 4739 viðstaddir þau sex umdæmismót sem haldin voru og 121 var skírður.