Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.93 bls. 3
  • Minnisatriði fyrir sumarið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Minnisatriði fyrir sumarið
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Hvað hyggstu gera í sumar?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Talið um dýrð konungdóms Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Ertu undirbúinn að vitna óformlega?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Verið iðin við að vitna
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 6.93 bls. 3

Minnisatriði fyrir sumarið

1 Mörg okkar munu verða í burtu frá heimasöfnuði okkar um einhvern tíma í orlofsmánuðunum núna í sumar. Ef við verðum fjarstödd í lok mánaðar munum við vilja gæta þess að senda starfsskýrsluna okkar til ritara safnaðarins. Það ætti að gera nægilega snemma til þess að hægt sé að hafa hana með í mánaðarskýrslu safnaðarins sem ritarinn tekur saman og sendir til Félagsins innan viku frá mánaðamótum.

2 Sumarmánuðirnir gefa okkur líka tækifæri til að starfa á óúthlutuðum svæðum á landsbyggðinni. Reynslan af slíku starfi hefur oft verið það minnisstæðasta frá sumrinu og ánægjulegt að deila henni með öðrum. Mikilvægt er að skipuleggja og undirbúa slíka starfsferð vel. Hafa þarf samband við einhvern öldung í starfsnefnd safnaðarins og hún mun síðan veita þær upplýsingar sem þörf er á og senda inn umsókn til Félagsins ef svæðið er utan þeirra marka sem söfnuðinum hefur verið úthlutað. Allir sem fara í slíka starfsferð ættu að sýna góðan samstarfsvilja og hlíta leiðbeiningum þess sem útnefndur hefur verið sem fyrirliði hópsins. Um klæðnað og snyrtimennsku í boðunarstarfinu gilda sömu meginreglur hvort sem starfað er í þéttbýli eða dreifbýli.

3 Í sumar viljum við einnig vera vakandi fyrir tækifærum til að bera óformlega vitni. Þau geta gefist á ferðalögum, í heimsóknum hjá ættingjum eða á annan hátt. Lítum við sömu augum á tækifæri til vitnisburðar og Jesús gerði? Hann lét ekki undir höfuð leggjast að bera óformlega vitni. (Jóh. 4:5-30) Á sama hátt notaði Páll postuli hverja stund með góðum árangri. (Ef. 5:16; Post. 17:17; 28:30, 31; Kól. 4:5) Þú skalt gera ákveðnar áætlanir og vinna að því að bera óformlega vitni. Búðu þig undir að ræða um viss atriði og hafðu hentug rit við höndina til að örva áhuga viðmælanda þíns.

4 Með því að fylgja vandlega þessum minnisatriðum mun ekki hjá því fara að við notum tíma okkar í sumar viturlega og gefum Jehóva heilshugar „frumgróða“ okkar. — Orðskv. 3:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila