Nemum Lifað að eilífu og Sameinuð í tilbeiðslu bækurnar
1 Smárit, bæklinga, blöð og bækur — allt þetta má nota til að hefja biblíunám með áhugasömu fólki. Gengið hefur mjög vel að útbreiða bæklinginn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? og biblíunámum hefur verið komið af stað með því að nota hann. Hvetja ætti alla til að lesa hann og nema. Við höfum gert það þegar við fórum yfir þennan bækling í safnaðarbóknáminu.
2 Það eru hins vegar tvær bækur sem einkum ætti að nema með nýju fólki til að hjálpa því að skilja grundvallarkenningar Biblíunnar svo og einnig kristnar lífsreglur. Þær eru: Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð og Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði. Mælt er með að þeir sem stýra heimabiblíunámum í öðrum ritum skipti yfir í aðra hvora þessara bóka eins fljótt og hægt er með góðu móti. Ef nám hefur farið fram í annarri bók, eins og til dæmis Sköpunarbókinni, ætti að hvetja nemandann til að halda áfram að lesa hana sjálfur. Biblíunáminu ætti að halda áfram uns farið hefur verið yfir Lifað að eilífu bókina og Sameinuð í tilbeiðslu bókina, jafnvel þótt nemandinn láti skírast áður en lokið er við að fara yfir seinni bókina. Sé þessi háttur hafður á mun þekking og innsæi biblíunemandans rista dýpra og hann standa fastari fótum andlega.