Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.93 bls. 7
  • Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Boðunarstarf meðal erlendra málhópa
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Þegar húsráðandi talar annað tungumál
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Talarðu hið hreina tungumál reiprennandi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Þú gætir þurft að leita að fólki til að boða því fagnaðarerindið
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 10.93 bls. 7

Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar

1 „Guð fer ekki í manngreinarálit,“ fullyrti Pétur, heldur „tekur [hann] opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti.“ (Post. 10:34, 35) Boðunarstarf okkar nú á tímum er framkvæmt með fullri hliðsjón af þessum skýrt fram settu sannindum. Þess vegna er mikilvægt að við reynum allt hvað hægt er til að yfirstíga hverja þá hindrun sem gæti tálmað því að við næðum til allra með fagnaðarerindið.

2 Víða um heim eru borgarhverfi eða svæði þar sem ekki er óalgengt að finna fólk sem talar annað tungumál en söfnuðurinn á staðnum notar. Á Íslandi kunnum við af og til í boðunarstarfinu að hitta fólk sem ekki talar eða skilur íslensku. Slík staða getur komið í veg fyrir að þessir einstaklingar hafi fullt gagn af boðskapnum um Guðsríki sem við erum að prédika. Sama má að sumu leyti segja um heyrnarlausa. Hvað er hægt að gera til að yfirstíga þá tungumálaörðugleika sem koma í veg fyrir að við náum á áhrifaríkan hátt til þessa fólks með fagnaðarerindið?

3 Ef þú hittir einhvern í boðunarstarfinu sem skilur ekki íslensku ættir þú að reyna að komast að raun um hvaða tungumál hann talar og les. Ef það er eitthvert tungumál sem þú skilur og talar sæmilega er vandamálið að mestu leyst. Sýni viðmælandi þinn einhvern áhuga á sannleikanum munt þú koma aftur og hafa meðferðis einhver rit Félagsins á því tungumáli sem hann talar. Ef þú treystir þér ekki til að ræða við hann á erlendu máli getur þú beðið einhvern boðbera í söfnuði þínum, sem getur það, að koma með þér í endurheimsókn til viðkomandi einstaklings. Ef enginn boðberi er finnanlegur sem getur rætt við hann ættu bræðurnir á staðnum að gera sitt besta til þess að sjá um að vitnisburður sé gefinn. Bæklingurinn Enjoy Life on Earth Forever! hefur reynst mjög gagnlegur í slíkum tilvikum.

4 Margir þeirra útlendinga, sem hér dveljast, geta gert sig skiljanlega á algengu máli, eins og ensku eða þýsku, þótt það sé ekki móðurmál þeirra. Þeir kunna þó að hafa meira gagn af því að lesa um sannleikann á sínu eigin móðurmáli. Ef áhugi er fyrir hendi skaltu þess vegna leitast við að útvega þeim rit á móðurmáli þeirra. Slík rit má panta í gegnum söfnuðinn en það getur tekið nokkrar vikur uns þau berast, einkum ef um mjög óalgengt tungumál hér á landi er að ræða. Þó að ritin berist ekki strax ættir þú, eða einhver annar boðberi, hins vegar að halda áfram að heimsækja áhugasama einstaklinginn til að hlúa að þeim áhuga sem hann sýndi.

5 Af og til hittum við heyrnarlaust fólk þegar við störfum hús úr húsi. Við getum þá látið það fá smárit eða annað rit ef okkur virðist áhugi vera fyrir hendi. Ef einhver boðberi kann táknmál má leita aðstoðar hans þegar við á. Þolinmæði og einlægur áhugi á hinum áhugasama einstaklingi er mjög nauðsynlegur í slíkum tilvikum.

6 Sérhver boðberi ætti að vera vakandi fyrir því að allir á starfssvæði hans fái vitnisburð, jafnvel þótt þeir tali og skilji aðeins framandi tungumál. Með því að leggja okkur fram við að ná til allra manna munum við endurspegla kærleika Guðs okkar, Jehóva, „sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ — 1. Tím. 2:4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila