Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.93 bls. 7
  • Að annast andlegar þarfir heyrnarlausra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að annast andlegar þarfir heyrnarlausra
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Metum mikils heyrnarlaus trúsystkini okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Að hlusta með augunum
    Vaknið! – 1999
  • Tungumál sem þú sérð
    Vaknið! – 1999
  • Reyndu að finna heyrnarlausa á starfssvæði safnaðarins
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 11.93 bls. 7

Að annast andlegar þarfir heyrnarlausra

1 Vaxandi fjöldi heyrnleysingja dregst að góða hirðinum, öðlast gott samband við Jehóva Guð og vígir sig honum. (Jóh. 10:3, 11) Aðrir í söfnuðinum, sér í lagi öldungarnir, verða að vera vel vakandi fyrir andlegum þörfum heyrnarlausra bræðra okkar og systra.

2 Þörfum heyrnarlausra mætt: Ráðstafanir eru gerðar til að túlka það sem fram fer á samkomunum yfir á táknmál á þeim stöðum sem hæfir túlkar eru fyrir hendi. Ef enginn í söfnuðinum kann táknmál gæti verið við hæfi að vísa heyrnarlausu fólki til nálægs safnaðar sem getur veitt þessa þjónustu. Ef enginn slíkur er til gæti að sjálfsögðu verið mögulegt að fela nokkrum boðberum að skiptast á að sitja við hlið heyrnarlausra einstaklinga og deila með þeim minnispunktum um aðalatriði þess sem verið er að fjalla um.

3 Ráðstafanir í farandsvæðum og söfnuðum: Farandhirðirinn skal sjá um að ráðstafanir til túlkunar yfir á táknmál á svæðismótum og sérstökum mótsdögum séu samhæfðar. Velja má öldung sem skipuleggjanda eða vel hæfan safnaðarþjón. Fela má hæfum bræðrum eða systrum, sem eru til fyrirmyndar, að taka þátt í að túlka mótsdagskrána yfir á táknmál. Sömu frumreglu má fylgja í söfnuðinum svo að þörfum heyrnleysingjanna sé sinnt á viðeigandi hátt.

4 Það er æskilegt að heyrnarlauir sitji þannig að þeir geti séð bæði túlkinn og sviðið í sömu sjónlínu. Þetta gildir bæði á safnaðarsamkomum og svæðismótum. Á safnaðarsamkomum er heppilegra að túlkurinn sitji ef heyrnleysingjarnir eru fáir. Öldungarnir eru hvattir til að leita ef hægt er ráða hjá þroskuðum heyrnarlausum bróður til að fá hjá honum ákveðnar tillögur um hvers konar sætaskipan ætti best við.

5 Ef fyrir hendi er öldungur eða safnaðarþjónn sem er fær í táknmáli og fjöldi heyrnarlausra bræðra og systra kallar á það, gætu öldungarnir ákveðið að sumar samkomurnar skuli haldnar í heild á táknmáli. Safnaðarbóknámið gæti vel verið fyrsta vikulega samkoman sem fram fer á táknmáli. Ef söfnuðurinn myndi vilja halda einhverja aðra af fimm vikulegu samkomunum á táknmáli (eða á einhverju öðru tungumáli en íslensku) ættu öldungarnir að greina Félaginu frá óskum sínum. Þess ber að gæta að hér á landi er notað svonefnt íslenskt táknmál sem er á ýmsan hátt frábrugðið erlendum táknmálum.

6 Þó að tjáskipti milli heyrnleysingja og þeirra sem hafa heyrn kunni að kalla á sérstaka viðleitni af hálfu beggja hópanna ættu allir safnaðarmeðlimirnir að leitast við að kynnast hver öðrum til þess að geta einlæglega uppörvað hver annan. (Heb. 10:24) Þessi andi meðal bræðranna mun láta alla hina nýju finna að þeir eru velkomnir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila