Sérstakur mánuður til boðunarstarfs
1 Getur desember orðið þér sérstakur starfsmánuður? Til að svo geti orðið þarft þú ef til vill að gera nokkrar breytingar á venjubundinni dagskrá þinni en myndi umbunin ekki gera það þess virði?
2 Sumir af yngri, skírðu boðberunum munu vilja notfæra sér skólafríið í þessum mánuði til að vera aðstoðarbrautryðjendur. Það væri sannarlega uppörvandi fyrir þá að fá að starfa með nokkrum öldungum, safnaðarþjónum og öðrum boðberum úti á akrinum. Þó að persónulegar kringumstæður leyfi þér ekki að vera brautryðjandi í þessum mánuði er þér þá mögulegt að verja aðeins fáeinum klukkustundum aukalega í starfinu með þeim sem munu þá starfa sem brautryðjendur? Það yrði ykkur sannarlega til gagnkvæmrar uppörvunar.
3 Ef allir boðberarnir leggðu svolítið meira á sig en venjulega gætu öldungarnir ef til vill skipulagt hópstarf á hverjum degi yfir helgidagana svo að þeir sem eru brautryðjendur gætu alltaf haft starfsfélaga.
4 Núna er tíminn, bæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og söfnuðinn í heild, að gera áætlanir til að gera desember að sérstökum starfsmánuði í söfnuði ykkar.