Tilkynningar
◼ Rit sem nota skal í mars: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! ásamt einhverjum bæklingi. Ef áhugi reynist vera fyrir hendi í endurheimsókn mætti bjóða áskrift að blöðunum. Júní: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Sérhver meðlimur safnaðarins ætti að senda allar nýjar og endurnýjaðar áskriftarbeiðnir, þar með taldar beiðnir vegna eigin áskrifta, gegnum söfnuðinn en ekki beint til Félagsins.
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Útgjöld, greidd úr sameiginlegum rekstrarsjóði tveggja eða fleiri safnaða, skyldi einnig endurskoða. Lesa skal upp tilkynningu til safnaðarins þegar því er lokið.
◼ Ný rit fáanleg: Enska: Why Should We Worship God in Love and Truth? Bæklingur í blaðastærð sem saminn er til að nota í boðunarstarfinu meðal þeirra sem aðhyllast hindúatrú; Innbundnir árgangar af Varðturninum fyrir 1983, 1982, 1981 og 1980; Doing What is Right in Jehovah’s Eyes. Biblíuleikrit á snældu, byggt á 2. Konungabók 22:1–23:23 og 2. Kroníkubók 34:1–35:19; Watch Tower Publications Index 1991-1992. Skrá yfir efni, sem fjallað er um, og ritningarstaði, sem eru útskýrðir í ritum Félagsins sem gefin voru út á árunum 1991 og 1992.