Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.94 bls. 7
  • Getur þú skipað þér í fylkinguna aftur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Getur þú skipað þér í fylkinguna aftur?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Varstu einu sinni brautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Fleiri bræður þarf í brautryðjandastarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 8.94 bls. 7

Getur þú skipað þér í fylkinguna aftur?

1 Síðastliðin fimm ár hefur þúsundum brautryðjenda reynst nauðsynlegt að yfirgefa fylkingu brautryðjenda. Varst þú einn þeirra? Sé svo hafðir þú vafalaust ástæðu til að afsala þér þessum sérréttindum. Ef til vill var það eitthvað óvænt og sem þú fékkst engu um ráðið sem olli því. Er sú ástæða enn fyrir hendi? Ef þér reyndist nauðsynlegt að hætta vegna heilsufars, fjárhagserfiðleika eða fjölskylduábyrgðar, hafa þá kringumstæður þínar breyst til batnaðar? Gætir þú gert einhverjar réttmætar tilfæringar sem myndu leyfa þér að njóta blessunar reglulega brautryðjandastarfsins á ný? Hefur þú hugleitt að sækja aftur um það starf?

2 Eins og þú veist krefst það góðrar skipulagningar og vandlega unninna áætlana að endast í brautryðjandastarfinu og ná árangri í því. Þótt yfirleitt sé ekki mikill tími aflögu til afþreyingar reynast hinar stuttu stundir, sem brautryðjandi notar til að slaka á, oft veita ríkulega fullnægju og umbun. (Orðskv. 19:17; Post. 20:35) Ef þú heldur þér sífellt uppteknum í boðunarstarfinu verndar það þig fyrir áhrifum þess lífsstíls sem heimurinn stundar, þar sem helst er hugsað um eigin hag og að hafa það náðugt. Jehóva hefur lofað að hann muni gera þig auðugan andlega ef þú ert fórnfús og lætur hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir öðru. Þú ert öruggur um að öðlast ósvikna gleði og ánægju með hlutskipti þitt ef þú þjónar Jehóva af öllu hjarta. — Orðskv. 10:22; Kól. 3:23, 24.

3 Ætti að líta á þjónustuna í fullu starfi sem sérréttindi sem aðeins standa fáeinum útvöldum opin? Nei. Í ljósi vígsluheitis okkar ætti sérhver kristinn maður að hugleiða alvarlega að taka upp þjónustu í fullu starfi nema því aðeins að kringumstæðurnar geri það ókleift. — Mark. 12:30.

4 Ef heilsa þín og biblíuleg ábyrgð leyfir þér augljóslega ekki að vera braut­ryðjandi eins og stendur getur þú verið fullviss um að Jehóva viti það og skilji. Hann mun umbuna þér fyrir trúfesti þína í því sem kringumstæður þínar leyfa. (1. Kor. 4:2; 2. Kor. 8:12) Ef það virðist aftur á móti ákjósanlegt fyrir þig að taka aftur upp brautryðjandastarfið núna hvers vegna þá ekki að fara til umsjónarmanns í forsæti og biðja um umsóknareyðublað?

5 Getur fjölskylda þín hjálpað? Þú kannt að hafa yfirgefið fylkingu brautryðjenda vegna þess að þú þurftir að annast skyldur gagnvart fjölskyldunni. Er hugsanlegt að aðrir fjölskyldumeðlimir séu núna í aðstöðu til að veita þá aðstoð sem myndi gera þér mögulegt að taka aftur upp braut­ryðjandastarfið? Sumir geta aftur náð því að gerast brautryðjendur ef þeir fá aðeins lítilsháttar hjálp við að annast vissar skyldur.

6 Góð samvinna og svolítin aukin viðleitni annarra fjölskyldumeðlima gæti gert þetta mögulegt. Hjálp gæti birst í fjárhagsaðstoð eða aðstoð við að komast á milli staða, svo og í að bjóðast til að starfa reglulega með brautryðjandanum úti á akrinum. Líklega eru til aðrar leiðir sem þeir geta farið til að aðstoða. Ef kringumstæðurnar leyfa þér ekki að höndla aftur þessi þjónustusérréttindi er ef til vill hægt að veita einhverjum öðrum fjölskyldumeðlimi, sem hefur tök á því, þessa aðstoð.

7 Hví ekki að ræða þetta málefni sem fjölskylda? Horfurnar gætu verið góðar ef þið gerið þetta að sameiginlegu verkefni. Ef hægt er að bæta öðrum við í brautryðjendafylkinguna getur allt heimilisfólkið með réttu fengið þá tilfinningu að það eigi þar hlut að máli. Svo örlátur andi eykur ekki aðeins vitnisburðinn um Guðsríki sem gefinn er á starfssvæðinu heldur þjappar fjölskyldunni betur saman andlega. — Lúk. 6:38; Fil. 2:2-4.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila