Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.96 bls. 5
  • Fleiri bræður þarf í brautryðjandastarfið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fleiri bræður þarf í brautryðjandastarfið
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Getur þú þjónað Jehóva sem brautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Getur þú gert meira til að heiðra Jehóva?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 7.96 bls. 5

Fleiri bræður þarf í brautryðjandastarfið

1 Páll hvatti okkur til að ‚vera síauðug í verki Drottins.‘ (1. Kor. 15:58) Fyrir marga þýðir það að þeir taki upp brautryðjandastarfið. Margir hafa hafið þjónustuárið, sem hefst í september, með því að gerast brautryðjendur.

2 Víða um heim er meirihluti brautryðjendanna systur. (Sálm. 68:12) Það væri söfnuðinum sannarlega mikið gleðiefni ef fleiri bræður gætu skipað flokk reglulegra brautryðjenda! (Sálm. 110:3) Skiljanlegt er að margir bræður þurfa að sinna krefjandi skyldum, bæði í vinnunni og gagnvart fjölskyldunni. Aðrir vinna hörðum höndum til að annast andlegar þarfir safnaðarins. Við metum mikils þessa menn sem leggja hart að sér í þágu Guðsríkis. — 1. Tím. 4:10.

3 En gætu þrátt fyrir þetta fleiri af ykkur bræðrum tekið upp brautryðjandastarfið? Ef konan þín er brautryðjandi, gætir þú þá slegist í hópinn með henni? Ef þú ert kominn á eftirlaun ertu þá ekki sammála því að það er ekki hægt að verja tímanum á ánægjulegri hátt en í fullu starfi úti á akrinum? Ef þú ert nýkominn úr skóla hefur þú þá leitt hugann alvarlega að því, og rætt um það í bæn til Guðs, að taka upp brautryðjandastarfið sem hugsanlega gæti orðið þér stikla yfir til enn meiri sérréttinda í skipulagi Jehóva? — Ef. 5:15-17.

4 Bróðir seldi stöndugt fyrirtæki sitt og fékk sér hlutastarf til að geta verið brautryðjandi. Hann sýndi börnum sínum fjórum þannig gott fordæmi og þrjú þeirra tóku upp brautryðjandastarfið strax að skólagöngu lokinni. Hið fjórða var ákaft að slást í hópinn. Þessi fjölskylda hefur öll notið ríkulegrar blessunar.

5 Stórar dyr standa opnar: Brautryðjandastarfið getur opnað „víðar dyr og verkmiklar.“ (1. Kor. 16:9) Bræður, sem eru brautryðjendur, geta orðið að liði á margvíslegan hátt og í miklum mæli í söfnuðinum. Kostgæfni þeirra í boðunarstarfinu eflir andlegan þroska þeirra og stuðlar að guðræðislegum framförum þeirra. Brautryðjandastarfið getur opnað þeim leiðina til aukinna þjónustusérréttinda. Ókvæntir safnaðarþjónar og öldungar geta sóst eftir að komast í Þjónustuþjálfunarskólann erlendis ef þeir kunna erlent tungumál. Bræður gætu, þegar fram líða stundir, reynst hæfir til að þjóna sem farandhirðar. Já, brautryðjandastarfið opnar dyrnar að þessum auknu þjónustusérréttindum í skipulagi Jehóva.

6 Bræður, sem geta komið því við að þjóna sem reglulegir brautryðjendur, munu gjarnan fá að reyna þá auknu hamingju sem fylgir því að gefa enn meir en áður. — Post. 20:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila