Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.94 bls. 1
  • Orð Guðs er kröftugt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Orð Guðs er kröftugt
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Njóttu góðs af daglegum biblíulestri
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Biblían — bók til að lesa
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Biblíulestur gagnlegur og ánægjulegur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 11.94 bls. 1

Orð Guðs er kröftugt

1 Biblían hefur haft mikil áhrif á líf milljóna manna. Það sem hún segir er meira örvandi en nokkuð sem menn geta komið með. (Hebr. 4:12) Líttu á það sem hún hefur gert fyrir okkur. Gildi hennar er sannarlega ómetanlegt.

2 Vottar Jehóva standa í fremstu röð sem nemendur Biblíunnar og talsmenn hennar. Við ættum að líta á biblíulestur sem bráðnauðsynlegan þátt í reglulegri, guðræðislegri dagskrá okkar og láta hann ganga fyrir sjónvarpinu og allri annarri afþreyingu.

3 Gerðu það að fastri venju: Fólki Jehóva hefur orðið ljóst hversu sterk áhrif reglulegur biblíulestur getur haft. Í mörg ár hefur stórt skilti á einni af prentsmiðjubyggingum okkar í Brooklyn hvatt vegfarendur til að ‚lesa orð Guðs, Heilaga biblíu, daglega.‘ Ætlast er til að nýir meðlimir Betelfjölskyldunnar lesi alla Biblíuna fyrsta árið sitt í Betelþjónustu.

4 Heldur þú í við þá lesáætlun í Biblíunni fyrir hverja viku sem tilgreind er í námsskrá Guðveldisskólans, jafnvel þótt þú hafir mörgu að sinna? Ef þér hefur gengið það erfiðlega, væri þá ekki ráð að vinna að því að gera betur í nóvember? Biblíulesturinn fyrir allan mánuðinn er Sálmur 95-109, sem kallar á lestur þriggja til fjögurra blaðsíðna á viku. Sumir kjósa að lesa lítið eitt á hverjum degi, ef til vill snemma á morgnana eða áður en farið er í háttinn á kvöldin. Það sem mestu máli skiptir er að þú uppskerð þann heilnæma hag sem fæst af því að lesa orð Guðs reglulega, hvernig sem þú ferð að því.

5 Hér á landi er Biblían til á flestum heimilum. Allmargir bera enn virðingu fyrir henni en tiltölulega fáir lesa í henni reglulega eða gera sér ljóst hvílíkur fjársjóður hún er. Hin svonefnda æðri biblíugagnrýni og hegðun og úrræðaleysi trúarleiðtoga kristna heimsins hefur komið þeirri hugmynd inn hjá mörgum að Biblían svari ekki grundvallarspurningum eins og „Hver er tilgangur lífsins?“

6 Í nóvember leggjum við áherslu á að bjóða bæklinginn Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? Við viljum benda fólki á að svarið við þessum spurningum sé að finna í þeirra eigin biblíu. Búðu þig undir að bjóða bæklinginn með því að kynna þér hann vel fyrst. Taktu sérstaklega eftir öðrum, þriðja og fjórða kaflanum. Vertu reiðubúinn að benda á hvernig Biblían leiðir okkur frá afleiðingu til orsakar — hvernig hin stórfenglega sköpun er vitnisburður um meistarahönnuð, Guð. Vertu líka undir það búinn að benda á nokkur grundvallaratriði sem sýna að það er í Biblíunni sem Guð opinberar mönnum vilja sinn og tilgang og veitir þeim þá leiðsögn sem þeir þurfa á að halda til að lifa farsælu lífi.

8 Já, Biblían er orð Guðs. Ef við lesum hana, trúum henni og hagnýtum okkur leiðbeiningar hennar í lífinu uppskerum við mikinn hagnað. Hún var rituð til að veita okkur leiðbeiningar og von. (Rómv. 15:4) Það er mjög mikilvægt að við ráðfærum okkur við hana hvern dag og að við séum reiðubúin að nota hana til að kenna öðrum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila