Þjónustusamkomur fyrir nóvember
Vikan sem hefst 7. nóvember
Söngur 100
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Guðveldisfréttir. Nefnið tvö eða þrjú atriði í nýjustu blöðunum sem nota má til að bjóða þau.
18 mín: „Orð Guðs er kröftugt.“ Spurningar og svör. Komið með athugasemdir, byggðar á formála Rannsökum daglega ritningarnar — 1994, um mikilvægi reglubundins biblíulestrar.
17 mín: „Biblían — uppspretta hughreystingar og vonar í viðsjárverðum heimi.“ Umræður við áheyrendur. Hafið tvær sýnikennslur sem sýna hvernig nota skal kynningarorðin sem stungið er upp á.
Söngur 6 og lokabæn.
Vikan sem hefst 14. nóvember
Söngur 14
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og þakkir fyrir framlög.
17 mín: „Hvers konar anda sýnir þú?“ Ræða. Takið með athugasemdir frá Varðturninum (á ensku), tölublaðinu frá 15. júní 1977, blaðsíðu 369, tölugreinum 4 og 5.
18 mín: „Leiðir til að bæta prédikunarstarf okkar.“ Spurningar og svör. Gefið áheyrendum kost á að segja frá því hvernig þeir hafi notað tillögurnar í Ríkisþjónustu okkar í boðunarstarfinu með góðum árangri.
Söngur 11 og lokabæn.
Vikan sem hefst 21. nóvember
Söngur 31
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Spurningakassinn. Ræða. Aðlagið efnið að staðbundnum aðstæðum.
15 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða öldungs byggð á „Mettu að verðleikum heilaga þjónustu þína“ í Varðturninum (á ensku) 1. september 1994, blaðsíðu 29.
18 mín: „Hjálpum þeim að hlusta ‚öðru sinni.‘“ Ræðið efnið við áheyrendur. Hafið tvær vel undirbúnar sýnikennslur sem sýna hvernig nota má Biblíuna þegar verið er að koma biblíunámi af stað. Ræðið um hvernig fylgja megi málinu eftir og hefja notkun á biblíunámsbæklingi eða -bók strax og aðstæður leyfa.
Söngur 32 og lokabæn.
Vikan sem hefst 28. nóvember
Söngur 64
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á hvernig kynna megi nýjustu blöðin og hafið eina stutta en markvissa sýnikennslu.
17 mín: „Blessun sem fylgir því að starfa með öðrum.“ Spurningar og svör. Hvetjið alla til að styðja samansafnanirnar, sem söfnuðurinn skipuleggur, í stað þess að gera alltaf eigin ráðstafanir til að fara í starfið einir síns liðs. Starf með hópnum gefur af sér fleiri blessanir, áhrifaríkari þjónustu og gagnkvæma uppörvun.
18 mín: Biblíusögubókin boðin í desember. Þessi bók gerir mikið gagn, ekki aðeins börnum heldur líka fullorðnu fólki. Ræðið um ýmsar leiðir til að bjóða hana við margvísleg tækifæri og hafið nokkrar sýnikennslur. Hvetjið börnin til að notfæra sér vel „einkasvæði“ sitt, skólann, til að kynna bókina, án þess þó að valda truflun á kennslunni. Hvetjið alla til að taka virkan þátt í dreifingu Biblíusögubókarinnar í desember.
Söngur 73 og lokabæn.