Tilkynningar
◼ Rit sem nota skal í nóvember: Bæklingurinn Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? Desember: Biblíusögubókin mín. Janúar: Sannur friður og öryggi — Hvernig? Febrúar: Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Eins og tilkynnt var á Landsmótinu „Guðsótti“ hefur verið gefið út nýtt myndband með svipmyndum frá mótunum „Kennsla Guðs“ á síðastliðnu ári í átta löndum þar sem þetta mót var jafnframt alþjóðamót. Myndbandið nefnist „Kennsla Guðs sameinar okkur“ og er sýningartími þess 54 mínútur. Myndbandið er fáanlegt á dönsku, ensku, frönsku, norsku og þýsku. Söfnuðirnir geta sent inn pantanir nú þegar.
Ísland: Í júlímánuði náði boðberatalan þremur hundruðum. Það tók 38 ár hér á landi að ná 100 boðberum. Síðan liðu 20 ár áður en boðberarnir urðu 200 en aðeins 7 árum síðar voru þeir orðnir 300. Annað merki um góðan árangur starfsins er sú staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti boðberanna eru Íslendingar.