Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.95 bls. 1
  • Prédikun — heiður og sérréttindi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prédikun — heiður og sérréttindi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Láttu þér annt um boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Það er heiður að fá að boða fagnaðarerindið um ríkið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Við verðum að vera kappsamir boðberar
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Varðveittu eldmóðinn fyrir boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 2.95 bls. 1

Prédikun — heiður og sérréttindi

1 Boðun fagnaðarerindisins er heiður og sérréttindi sem Jehóva hefur veitt okkur. (Rómv. 15:16; 1. Tím. 1:12) Lítur þú þannig á það? Þótt tíminn líði og við verðum fyrir spotti ætti hvorugt að fá að draga úr mikilvægi boðunarstarfsins í okkar augum. Aðeins fáum hefur veist sá heiður að bera nafn Guðs. Hvernig getum við lært að meta sífellt betur þessi sérréttindi okkar?

2 Prédikun Guðsríkis færir okkur ekki velþóknun heimsins. Margir láta sig litlu sem engu varða starf okkar. Aðrir hafa það að athlægi og eru andvígir því. Slík andstaða getur komið frá vinnufélögum, nágrönnum eða jafnvel fjölskyldumeðlimum. Í þeirra augum virðumst við ef til vill vera afvegaleidd og kjánaleg. (Jóh. 15:19; 1. Kor. 1:18, 21; 2. Tím. 3:12) Letjandi athugasemdum þeirra er ætlað að draga úr kostgæfni okkar og fá okkur til að hægja á okkur eða afsala okkur sérréttindum okkar. Satan ýtir undir neikvæð sjónarmið enda „hefur [hann] blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu.“ (2. Kor. 4:4) Hvernig bregst þú við?

3 Mikilvægt er að hafa hugfast að prédikun okkar á Guðsríki er þýðingarmesta starfið sem nokkurt okkar getur gert nú á tímum. Við erum með lífsnauðsynlegan boðskap sem fólk fær ekki eftir öðrum leiðum. (Rómv. 10:13-15) Það sem máli skiptir er að eiga velþóknun Guðs, ekki manna. Þótt heimurinn líti neikvæðum augum á prédikun okkar aftrar það okkur ekki frá því að boða fagnaðarerindið með djörfung. — Post. 4:29.

4 Jesús mat mikils þau sérréttindi sín að gera vilja föður síns. (Jóh. 4:34) Hann helgaði sig starfi sínu og leyfði hvorki truflunum né andstæðingum að fá sig til að fara sér hægar. Prédikun Guðsríkis skipaði alltaf fremsta sætið í lífi hans. (Lúk. 4:43) Okkur er sagt að líkja eftir fordæmi hans. (1. Pét. 2:21) Með því erum við „samverkamenn Guðs.“ (1. Kor. 3:9) Sinnum við þessum sérréttindum til fulls? Leitum við tækifæra til að flytja öðrum fagnaðarerindið, formlega og óformlega? Sem vottar Jehóva ættum við alltaf að vera reiðubúin að „bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ — Hebr. 13:15.

5 Þátttaka okkar í boðunarstarfinu ræðst af stórum hluta af viðhorfi okkar. Erum við innilega þakklát fyrir allt sem Jehóva hefur gert fyrir okkur? Höfum við ræktað í hjörtum okkar kærleika til Jehóva sem knýr okkur til að gera allt sem við getum í þjónustu hans? Ef við hugleiðum þær blessanir sem við njótum núna, svo og það sem Jehóva hefur heitið að gera í framtíðinni, hjálpar það okkur að fyllast kærleika til skapara okkar. Slíkur kærleikur knýr okkur til athafna — þrautseigju og reglufestu í boðunarstarfinu um Guðsríki í þeim mæli sem aðstæður okkar leyfa. Kostgæfni okkar mun bera vitni um kærleika okkar til Jehóva og náungans. — Mark. 12:30, 31.

6 Við sýnum hve mikils við metum eitthvað með því hvað við gerum við það og hvernig við tölum um það. Kunnum við í sannleika að meta sérréttindi okkar að prédika um Guðsríki? Vegsömum við þjónustu okkar? Erum við staðráðin í að láta ekki deigan síga í þessu bráðnauðsynlega starfi þrátt fyrir andstöðu? Ef við metum mikils þessi dásamlegu sérréttindi munum við örugglega sinna þeim af kostgæfni og heilum huga. — 2. Kor. 4:1, 7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila