Tímabærar Fréttir um Guðsríki sem dreifa skal um allan heim
1 Sunnudaginn 23. apríl verður fluttur sérstakur opinber fyrirlestur um hið eftirtektarverða efni „Endir falstrúarbragðanna er í nánd.“ Í lok samkomunnar þann dag verður gefinn út fjórblöðungur, Fréttir um Guðsríki, sem vekja mun menn til umhugsunar. Tímabærum boðskap hans verður dreift um allan heim á vikunum þremur frá 24. apríl til 14. maí.
2 Um allan heim er fólk ráðþrota. Vandamál þjá menn hvar sem þeir búa. Þessar Fréttir um Guðsríki verða mjög áhugaverðar fyrir þá sem láta sig í einlægni varða það sem er að gerast í heiminum, því að þær beina þeim að orði Guðs sem óskeikulli uppsprettu leiðbeininga handa manninum. (Sálm. 119:105) Við hlökkum öll til að fá eintak af Fréttum um Guðsríki þegar þær verða gefnar út 23. apríl. Þangað til er margt sem gera þarf til að undirbúa þessa þriggja vikna kröftugu herferð.
3 Hvetjið alla til að vera kappsamir þátttakendur: Hverjir mega taka þátt í þessu starfi? Hver sá sem þegar er boðberi mun vissulega vera ákafur í að vera með. En hvað um biblíunemendur okkar sem sækja safnaðarsamkomurnar reglulega? Sumir hafa verið með okkur um þó nokkurn tíma og taka stöðugum framförum. Eru þeir núna orðnir hæfir til að vera taldir sem boðendur Guðsríkis séu þeir búnir að samræma líf sitt frumreglum Biblíunnar? Boðberinn, sem stjórnar biblíunáminu, getur rætt þetta mál við nemandann og ef nemandann langar til að taka þátt í boðunarstarfinu munu tveir öldungar fara með honum yfir efnið á blaðsíðu 98 og 99 í Þjónustubókinni (om). Þetta ætti að gera eins fljótt og hægt er til þess að þeir sem uppfylla skilyrðin til að vera óskírðir boðberar geti tekið fullan þátt í herferðinni með nýja fréttaritið. Biblíunemendur, sem hafa ekki enn þá náð svo langt að vera hæfir til að teljast óskírðir boðberar, má engu að síður hvetja til að dreifa þessu tímabæra smáriti hjá kunningjum sínum eða fjölskyldu. — Sjá einnig Varðturninn 1. júní 1989, blaðsíðu 28-9, grein 8.
4 Þetta starf er ekki erfitt. Allir geta tekið þátt í því. Foreldrar gætu skotið æfingatímum með smáritið inn í vikulega fjölskyldubiblíunámið til þess að allir meðlimir fjölskyldunnar séu vel undir það búnir að kynna Fréttir um Guðsríki hús úr húsi þegar að því kemur. Einföld kynningarorð eru yfirleitt best. Að loknum stuttum inngangsorðum skaltu bjóða húsráðandanum Fréttir um Guðsríki og hvetja hann til að lesa þær. Þegar húsráðandinn sýnir áhuga skaltu skrá það hjá þér til þess að geta farið aftur til að glæða áhugann frekar. (1. Kor. 3:6, 7) Lykillinn að árangri er að hafa einfalda, vel undirbúna kynningu.
5 Í apríl og maí verður ‚nóg að gera.‘ Í næsta tölublaði Ríkisþjónustu okkar verða veittar frekari upplýsingar í viðauka sem nefnist „Síauðugir í verki Drottins.“ — 1. Kor. 15:58.