Tilkynningar
◼ Rit sem nota skal í mars: Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti gjarnan bjóða áskrift. Júní: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á næsta mánaðarlega pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Ef tveir eða fleiri söfnuðir hafa sameiginlegan rekstrarsjóð skal einnig endurskoða hann. Tilkynna skal söfnuðinum þegar endurskoðuninni er lokið.
◼ Næsta svæðismót, sem ber stefið „Vakið, standið stöðugir, verið styrkir,“ verður haldið í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 6. og 7. maí næstkomandi. Athugið að mótið hefur verið fært fram um eina viku frá því sem áður var tilkynnt af óviðráðanlegum ástæðum.