Spurningakassinn
◼ Hvaða gaum þarf að gefa verkfærunum sem við notum í vitnisburðarstarfinu?
1 Þó að boðberi hafi viðeigandi biblíuleg kynningarorð í huga gæti hann verið óundirbúinn hvað varðar tækin sem hann notar. Þegar hann hefur knúið dyra er hann ef til vill ekki með ritið sem er tilboð mánaðarins, eða blöðin, bæklingarnir og smáritin í starfstöskunni eru kannski krumpuð eða tætt. Hann getur ef til vill ekki fundið skriffæri eða millihúsaminnisblöð vegna þess að ringulreið ríkir í töskunni hans. Mikilvægt er að þú gætir vel að verkfærum þínum áður en þú tekur þátt í boðunarstarfinu.
2 Hvaða hlutir ættu að vera í vel útbúinni starfstösku? Biblía er alger nauðsyn. Taktu með birgðir af millihúsaminnisblöðum. Gættu þess að hafa með það rit sem er sérstaklega verið að bjóða þennan mánuð. Einnig þarf nýjustu blöðin, svo og smárit og bæklinga. Hafðu með þér eintak af Rökræðubókinni ef þú getur notfært þér hana. Ef þú tekur með þér nýjustu Ríkisþjónustu okkar getur þú einnig, áður en þú bankar upp á, rifjað upp kynningarorðin sem lagt er til að nota. Þegar þú starfar á svæði þar sem líklegt er að þú hittir fólk sem talar ekki íslensku væri gott að taka með sér bæklinginn Good News for All Nations eða rit á tungumáli sem þú veist að þetta fólk les. Ef þú hefur með þér eintak af einhverju rita okkar sem sniðin eru fyrir ungt fólk hjálpar það þér að vera undir það búinn að tala við unglinga.
3 Allt sem þú notar ætti að vera í góðu ásigkomulagi og snyrtilega komið fyrir í starfstöskunni þinni. Hún þarf sjálf ekki að vera ný en ætti að vera hrein og í góðu ásigkomulagi. Starfstaskan þín er hluti af verkfærum þínum til að nota við að kunngera fagnaðarerindið. Haltu innihaldi hennar í röð og reglu.