Í hvaða ástandi eru þau?
Það er gott að skoða ritin sem við ætlum að dreifa og velta þessari spurningu fyrir okkur. Ef þau eru komin með hundseyru eða bletti, farin að rifna eða orðin aflituð gætu þau gefið slæma mynd af söfnuðinum. Þau gætu líka dregið athygli húsráðandans frá þeim áríðandi og fallega boðskap sem ritin okkar innihalda.
Hvernig getum við passað upp á ritin okkar? Mörgum finnst gott að raða ritunum í starfstöskuna eftir stærð. Til dæmis setja þeir bækur á einn stað, blöð og bæklinga á annan, geyma smárit út af fyrir sig og svo framvegis. Þegar þeir stinga Biblíunni í töskuna gera þeir það þannig að ekkert skemmist. Sumir boðberar geyma ritin í möppum eða glærum plastpokum. Hvernig sem við geymum ritin viljum við ekki gefa neinum ástæðu til að lasta þjónustu okkar með því að gefa þeim skemmd rit. – 2. Kor. 6:3.