Hafið allt til reiðu fyrir minningarhátíðina
Hafa allir, ræðumaðurinn meðtalinn, fengið að vita nákvæman tíma og stað hátíðarinnar? Gerir ræðumaðurinn sér grein fyrir að dagskráin á ekki að taka lengri tíma en 45 mínútur?
Hefur einhverjum verið falið að útvega brauðið og vínið? (Sjá Varðturninn, 1. febrúar, 1990, blaðsíðu 16-18.) Hafa verið gerðar ráðstafanir til að leggja á borð með hreinum dúki og nægilega mörgum glösum og diskum?
Er búið að skipuleggja hreinsun ríkissalarins fyrir og eftir hátíðina? Er búið að ákveða hverjir skulu þjóna í salnum og bera fram brauðið og vínið? Er búið að halda fund með þeim til að fara yfir verksvið þeirra? Hvernig verður farið að því að tryggja lipra framreiðslu brauðsins og vínsins til allra?
Hafa ráðstafanir verið gerðar til að hjálpa öldruðum og lasburða bræðrum og systrum að koma? Ef einhverjir hinna smurðu tilheyra söfnuðinum en eru ekki ferðafærir, er þá viðbúnaður fyrir hendi til að þjóna þeim?