Guðveldisfréttir
Mexíkó: Í nóvember gáfu 411.292 boðberar skýrslu um starf úti á akrinum. Það er nýtt boðberahámark.
Mið-Afríkulýðveldið: Starfsemi boðberanna var framúrskarandi í októbermánuði og náðist nýtt boðberahámark, 1846 boðberar. Dagskrá sérstaka mótsdagsins var flutt á 19 stöðum og sóttu hana alls 5577 manns og 32 létu skírast.
Srí Lanka: Í nóvember gáfu 1873 boðberar skýrslu um prédikunarstarf sitt og hefur boðberunum þá fjölgað um 9 af hundraði miðað við meðaltal síðastliðins árs.
Taívan: Auk boðberahámarks upp á 2523 boðbera sýndi nóvemberskýrslan nýtt hámark endurheimsókna. Alls var farið í 44.514 endurheimsóknir og biblíunámin voru 4234.
Jómfrúreyjar (U.S.): Nýtt boðberahámark, 647, ásamt 778 biblíunámum var mikið gleðiefni í nóvember.