Guðveldisfréttir
Benín: Í nóvember gaf 5331 boðberi skýrslu um starf sitt en það var 59. boðberahámarkið í röð.
Kýpur: Boðberum fjölgaði um 2 prósent í nóvember og náðist nýtt hámark, 1758 boðberar. Einnig náðist nýtt hámark reglulegra brautryðjenda en þeir voru 136.
Indland: Góður árangur náðist í prédikunarstarfinu í nóvember og greindu 18.077 boðberar frá starfi á akrinum. Þetta var 39. boðberahámarkið í röð.
Líbería: Greint var frá nýju boðberahámarki í nóvember, 2120, hinu hæsta til þessa.
Salómonseyjar: Nýtt boðberahámark náðist í nóvember, 1393 boðberar.
Taívan: Það sem af er þjónustuárinu er meðaltal boðbera 3516 sem svarar til 6 prósenta aukningar frá síðasta ári.