Guðveldisfréttir
Albanía: Í ágúst gáfu 600 boðberar skýrslu um starf sitt og var það 28. boðberahámarkið í röð.
Angóla: Í lok þjónustuársins tóku 26.129 boðberar þátt í starfinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Það náðist líka nýtt hámark reglulegra brautryðjenda, alls 1309. Boðberarnir störfuðu að meðaltali 15 tíma og stjórnuðu 2 biblíunámum í ágúst.
Bretland: Það er okkur ánægja að greina frá því að í ágúst náðist nýtt boðberahámark, 132.440 boðberar. Það er aukning um tvo af hundraði frá síðasta þjónustuári.
Síle: Í ágústmánuði náðist nýtt boðberahámark, 50.283 boðberar og var það í fyrsta sinn sem þeir voru fleiri en 50.000. Boðberar notuðu að meðaltali 12 stundir í boðunarstarfinu. Biblíunámin voru alls 63.732.