Guðveldislegar fréttir
Ástralía: Í ágústmánuði náðist nýtt boðberahámark með 57.272 boðbera og rak það góðan endahnút á þjónustuárið með 1541 boðbera meira en síðasta boðberahámarkið. Í sama mánuði voru gefnar skýrslur um 31.712 biblíunám og hafa þau aldrei verið fleiri.
Dómíníkanska lýðveldið: Með þeim 15.418 boðberum, sem gáfu starfsskýrslu í ágúst, náðu þeir 20 prósent boðberaaukningu miðað við síðasta þjónustuár. Meira en 20 af hundraði boðberanna eru í þjónustu í fullu starfi.
Ghana: Átján prósent aukning miðað við meðalfjölda boðbera síðasta þjónustuár náðist í ágúst, en þá gáfu 37.676 skýrslu um boðunarstarf á akrinum.
Kýpur: Ágúst gaf af sér áttunda boðberahámarkið á þjónustuárinu, en þá gáfu 1.433 starfsskýrslu. Það vað 9 prósent aukning frá meðaltali síðasta árs.
Púertó Ríkó: Greint var frá nýju boðberahámarki í ágúst, 25.315 boðberar.
Togó: Boðberaaukning, sem nam 28 af hundraði miðað við meðaltal síðasta þjónustuárs, náðist í ágúst. Þjónustuárinu lauk með því að 7100 gáfu starfsskýrslu. Á árinu létu 728 nýir skírast.