þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 5. febrúar
Söngur 1
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Guðveldisfréttir.
15 mín: „Kunngerum sannleikann daglega eins og Jesús.“ Spurningar og svör. Lesið tölugrein 5.
20 mín: „Þekking á Guði — lykill að hamingjunni.“ Ræðið um kynningarorðin sem stungið er upp á og hafið eina eða tvær sýnikennslur. Minnið boðberana á að útskýra hvernig leggja má fram frjáls framlög til alþjóðastarfsins.
Söngur 6 og lokabæn.
Vikan sem hefst 12. febrúar
Söngur 7
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
13 mín: „Búum okkur undir blaðastarfið í apríl.“ Dragið skýrt fram hversu mikið gildi Varðturninn og Vaknið! hafa við boðun fagnaðarerindisins. Lesið greinina sem er í tveim töluliðum og skýrið í aðalatriðum frá því sem söfnuðurinn ykkar ætlar að gera til þess að apríl verði að sérstökum blaðadreifingarmánuði.
22 mín: „Hvernig fæ ég fólk til að hlusta?“ Spurningar og svör. Látið tvo boðbera ræða um það hvernig þeir muni reyna að sýna meiri hlýleika þegar þeir ræða við þann sem kemur til dyra. Þeir ættu að nota einhverjar af tillögunum í Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 165-7, gr. 10-21.
Söngur 68 og lokabæn.
Vikan sem hefst 19. febrúar
Söngur 48
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Höfum gagn af Guðveldisskólanum fyrir árið 1996 — 2. hluti.“ Ræða skólahirðis. Leggið áherslu á nauðsyn þess að lesa orð Guðs daglega.
20 mín: „Hjálpum þeim til skilnings.“ Lítið yfir tillögurnar um kynningarorð í endurheimsóknum. Öldungur ræðir við tvo eða þrjá boðbera um framsetningu efnisins í Þekkingarbókinni og hvernig vekja megi athygli á því. Hafið eina eða tvær sýnikennslur. Komið með tillögur um hvernig glæða megi áhuga til þess síðan að ná að stofna biblíunám með hjálp bókarinnar.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 26. febrúar
Söngur 5
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: Undirbúum kynningarorð sem höfða til fólks. Starfshirðirinn eða annar öldungur ræðir við tvo eða þrjá boðbera um gagnsemi þess að nota í boðunarstarfinu hús úr húsi kynningarorð sem höfða til fólks á starfssvæðinu. Þau gætu til dæmis komið inn á staðbundnar fréttir um hvað verið sé að gera til að auka hagsæld í byggðarlaginu; aukna tíðni hjónabandserfiðleika, fjölgun vandræðaunglinga, hve erfitt sé orðið fyrir marga að fá atvinnu, eða eitthvað sem sýnir að fólk sér orðið vantrúaðra en áður á þær úrlausnir sem stjórnmálamenn eða klerkar bjóða fram. Nefnið eitthvað sem nýlega hefur verið í fréttum í ykkar byggðarlagi og ræðið um hvernig nota megi það til að stofna til samræðna.
20 mín: Við bjóðum bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs líka í mars. Bendið á nokkur af áhugaverðum einkennum bókarinnar sem nota má til að hefja samræður. (1) Vekjið athygli á hrífandi myndum, eins og þeim sem eru á blaðsíðu 4-5, 86, 124-5 og 188-9. (2) Sýnið hvernig hverjum kafla lýkur með upprifjunarspurningum og útskýrið hvernig nota megi þær sem grundvöll kynningarorða. Spyrja mætti húsráðandann hvort hann vilji fá svörin við þeim. Veljið nokkrar af þeim spurningum sem settar eru fram á blaðsíðu 11, 22, 61 og 149. (3) Bendið á rammann á blaðsíðu 102 og komið með tillögur um hvernig nota megi „Nokkur einkenni hinna síðustu daga“ til að vekja upp áhuga. (4) Leggið áherslu á hvernig bókin er sérstaklega samin til að stýra framsæknum biblíunámum. Kaflarnir eru stuttir, efnið er auðskilið, vísað er í áhrifaríka ritningarstaði og rannsakandi spurningar beina athyglinni að lykilatriðunum. Hvetjið alla til að bjóða bókina með það að marki að stofna biblíunám og fylgja öllum áhuga eftir.
Söngur 32 og lokabæn.