Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.96 bls. 1
  • Prísum Jehóva „á hverjum degi“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prísum Jehóva „á hverjum degi“
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Jehóva verðskuldar eilíft lof
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Lofum Jehóva dag hvern
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Beinið athygli fólks að ‚ljósi heimsins‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Jehóva er mjög vegsamlegur
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 3.96 bls. 1

Prísum Jehóva „á hverjum degi“

1 Í Sálmi 145:2 er að finna heit sem Davíð konungur gaf Jehóva: „Á hverjum degi vil ég prísa þig og lofa nafn þitt um aldur og ævi.“ Við höfum líka ástæðu til að prísa og lofa himneskan föður okkar. En hvernig getum við fylgt fordæmi Davíðs í að upphefja drottinvald Jehóva „á hverjum degi“?

2 Fyllum hjörtu okkar af þakklæti til Jehóva: Reglubundið nám í orði Guðs gerir okkur þakklátari fyrir það sem Jehóva hefur gert, er að gera og á eftir að gera fyrir okkur. Þegar við lærum sífellt betur að meta stórfengleg verk hans dásömum við gæsku hans æ meir. (Sálm. 145:7) Við munum af ákafa lofa Jehóva við hvert tækifæri.

3 Lofum Jehóva í daglegum samræðum: Þegar við eigum samræður við nágranna, skólafélaga, vinnufélaga og aðra sem við hittum daglega gefast okkur tækifæri til að segja þeim frá von okkar. Nágranni kann að láta í ljós áhyggjur af glæpum í byggðarlaginu; skólafélagi er ef til vill órólegur vegna fíkniefnaneyslu eða siðleysis; vinnufélagi segir kannski skoðun sína á pólitísku þrætumáli. Við getum bent á meginreglurnar og fyrirheitin í orði Guðs sem sýna hvaða stefnu sé rétt að taka núna og hvernig þessi vandamál munu að lokum leysast. Slík orð ‚í tíma töluð‘ geta orðið til blessunar. — Orðskv. 15:23.

4 Talaðu um Jehóva í fullu starfi: Þann sem er Jehóva innilega þakklátur langar til að segja eins mörgum og hægt er frá fagnaðarerindinu. (Sálm. 40:9-11) Við ættum að spyrja okkur sjálf: ‚Geri ég allt sem aðstæður mínar leyfa?‘ Margir hafa getað orðið reglulegir brautryðjendur með nokkrum tiltölulega litlum breytingum á lífi sínu. Ef núverandi kringumstæður leyfa það ekki getum við þá gerst aðstoðarbraut­ryðjendur? Þar sem minningarhátíðartíminn framundan er tími aukinna athafna eru mánuðirnir mars og apríl góður tími til að auka starf okkar með því að gerast aðstoðarbrautryðjendur.

5 Hjálpum nýjum að sameinast okkur í að prísa Jehóva: Minningarhátíðin um dauða Jesú minnir okkur alltaf á ástæðurnar fyrir því að vera Jehóva þakklát og lofa nafn hans. Það er sérstaklega hentugur tími til að hvetja biblíunemendur okkar að sameinast okkur í að ræða við almenning um konungdóm Jehóva. Hvetjið þá til að íhuga vandlega það sem segir í tölugreinum 7-9 á blaðsíðu 173-5 í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Ef þeir uppfylla kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem fara út í boðunarstarfið er engin ástæða fyrir þá að halda að sér hendinni aðeins vegna reynsluleysis. Hæfir boðberar eru fúsir til að sýna þeim hvernig boðunarstarfið er framkvæmt. Ef hinir nýju geta tekið í sig kjark til að tala fagnaðarerindið til manna geta þeir verið vissir um að Jehóva muni hjálpa þeim. — Post. 4:31; 1. Þess. 2:2.

6 Við færum okkur og öðrum eilífan hag þegar við leitumst við að prísa Jehóva á hverjum degi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila