Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.06 bls. 3-4
  • Beinið athygli fólks að ‚ljósi heimsins‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Beinið athygli fólks að ‚ljósi heimsins‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • ‚Flytjum Guðs orð óskorað‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Getur þú gerst aðstoðarbrautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 2.06 bls. 3-4

Beinið athygli fólks að ‚ljósi heimsins‘

1. Um hvaða mikla ljós var spáð í orði Guðs og hvaða atburður beinir athygli að þessu ljósi?

1 Jehóva spáði fyrir milligöngu Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós.“ (Jes. 9:2) Þetta ‚mikla ljós‘ mátti sjá í verkum Jesú Krists, sonar Guðs. Starf hans hér á jörðinni og fórnin, sem hann færði, var blessun fyrir þá sem voru í andlegu myrkri. Núna á þessum myrku tímum þarf fólk á slíku ljósi að halda. Kvöldmáltíð Drottins gefur okkur sérstakt tækifæri til að beina athygli fólks að ‚ljósi heimsins‘. (Jóh. 8:12) Á síðasta ári sýndu milljónir manna merki um trú með því að taka þátt í því með okkur að fylgja boði Jesú: „Gjörið þetta í mína minningu.“ (Lúk. 22:19) Núna þegar minningarhátíðin nálgast skulum við skoða hvernig við getum átt þátt í að beina athygli fólks að hinu mikla ljósi sem Jehóva lét skína. — Fil. 2:15.

2. Hvernig getum við dýpkað þakklæti okkar fyrir lausnarfórnina og hvaða áhrif hefur það á okkur?

2 Þroskaðu með þér innilegt þakklæti: Tíminn í kringum minningarhátíðina gefur okkur gott tækifæri til að hugleiða þann mikla kærleika sem Jehóva og Jesús sýndu þegar þeir sáu mannkyninu fyrir lausnargjaldinu. (Jóh. 3:16; 2. Kor. 5:14, 15) Ef við gerum það mun það án efa dýpka þakklæti okkar fyrir þessari helgu stund. Allir þjónar Guðs ættu að taka frá tíma til að lesa og hugleiða biblíulesturinn fyrir minningarhátíðina sem er gefinn upp í bæklingnum Rannsökum daglega ritningarnar. Við verðum stolt af því að eiga Jehóva fyrir Guð þegar við hugsum um óviðjafnanlega eiginleika hans sem birtast á svo fagran hátt í því að hann útvegaði lausnargjaldið. Við styrkjum innilegan kærleika okkar til Guðs og sonar hans með því að hugleiða hvað lausnargjaldið þýðir fyrir okkur persónulega og það fær okkur til að kosta kapps um að gera vilja Guðs. — Gal. 2:20.

3. Hvernig getum við sýnt þakklæti okkar fyrir minningarhátíðina?

3 Ef við dýpkum þakklæti okkar fyrir lausnarfórnina mun eftirvæntingin eftir minningarhátíðinni hafa áhrif á biblíunemendur, þá sem við endurheimsækjum, ættingja, nágranna, skólafélaga, vinnufélaga og aðra sem við bjóðum á þessa sérstöku hátíð. (Lúk. 6:45) Leggjum okkur því fram um að bjóða öllu þessu fólki og láta það fá prentaðan boðsmiða til minnis. Mörgum hefur fundist gagnlegt að skrifa niður lista yfir þá sem þeir eru vanir að bjóða á minningarhátíðina svo að þeir gleymi engum. Á hverju ári bæta þeir svo nýjum nöfnum á listann. Ein leið til að sýna Jehóva Guði þakklæti ‚fyrir óumræðilega gjöf hans‘ er að leggja okkur einlæglega fram um að bjóða áhugasömu fólki og nota til þess skipulega aðferð. — 2. Kor. 9:15.

4. Hvað getur hjálpað okkur að auka þátttökuna í boðunarstarfinu í mars og apríl?

4 Aukin þátttaka í boðunarstarfinu: Getur þú aukið þátt þinn í boðunarstarfinu í mars og apríl? Guð mun blessa viðleitni þína til að segja öðrum frá „fagnaðarerindinu um dýrð Krists“. Jehóva er uppspretta andlegs ljóss og hefur sagt: „Ljós skal skína fram úr myrkri.“ (2. Kor. 4:4-6) Öldungarnir munu skipuleggja viðbótarsamansafnanir fyrir boðunarstarfið eftir þörfum og taka forystuna í því að styðja aukið starf. Það gæti falið í sér götustarf snemma morguns, fyrirtækjastarf eða símastarf seinnipart dags eða á kvöldin. Settu þér raunhæft markmið um tímafjölda í boðunarstarfinu og legðu þig vel fram um að ná því marki. Það getur hjálpað þér að auka þátttökuna. Margir geta gefið Jehóva sitt besta með því að taka þátt í aðstoðarbrautryðjandastarfinu. — Kól. 3:23, 24.

5. Hvernig hefur það gagnast mörgum að tímakrafa aðstoðarbrautryðjenda hefur verið lækkuð?

5 Getur þú verið aðstoðarbrautryðjandi? Nú eru sjö ár síðan tímakrafa aðstoðarbrautryðjenda var lækkuð. Þessi breyting hefur gert mörgum til viðbótar kleift að taka þátt í þessu ánægjulega starfi. Hefur þú prófað þetta starf? Sumir hafa það að venju að taka þátt á hverju ári. Í mörgum söfnuðum ákveða margir boðberar að verða aðstoðarbrautryðjendur saman og þessi tími verður ánægjulegur hápunktur í starfi safnaðarins yfir árið. Getur þú skipulagt tíma þinn þannig að þú getir átt skemmtilegan mánuð sem aðstoðarbrautryðjandi á tímabilinu í kringum minningarhátíðina? Apríl gæti verið sérstaklega góður mánuður fyrir suma því að þá eru fimm heilar helgar.

6. Hvaða spennandi ráðstafanir hafa verið gerðar?

6 Heimsækir farandhirðirinn söfnuðinn í mars eða apríl? Þá gæti þér staðið til boða einstakt tækifæri. Eins og tilkynnt hefur verið fá allir sem eru aðstoðarbrautryðjendur í mánuðinum, sem farandhirðirinn heimsækir söfnuðinn, að vera viðstaddir fyrri hlutann af fundinum sem farandhirðirinn heldur með brautryðjendum. Þetta fyrirkomulag gildir á þjónustuárinu 2006. Dagsráin á fundinum verður andlega uppörvandi og mun án efa hjálpa mörgum aðstoðarbrautryðjendum að keppa að því marki að gerast brautryðjendur. Í mars höfum við líka það ánægjulega verkefni að hjálpa fólki að kynnast ljósi sannleikans með aðstoð nýju námsbókarinnar Hvað kennir Biblían? Þú gætir sett þér það markmið að koma á fót biblíunámskeiði með hjálp nýju bókarinnar.

7, 8. (a) Hvað getur hjálpað okkur að skipuleggja aðstoðarbrautryðjandastarf? (b) Hvernig getur öll fjölskyldan unnið saman og hvernig nýtur hún góðs af því?

7 Þegar þú veltir fyrir þér 50 klukkustunda tímakröfu aðstoðarbrautryðjenda skaltu athuga hvers konar stundarskrá geri þér kleift að endurspegla ljósi sannleikans í um 12 klukkustundir á viku. Ræddu málið við þá sem hafa gert það með góðum árangri. Talaðu líka við fleiri um aðstoðarbrautryðjandastarfið því að það gæti hvatt þá til að taka þátt með þér. Með góðri skipulagningu hafa skírðir boðberar, ungir sem aldnir, komist að því að það er ekki svo erfitt að ná þessu marki. Biddu Jehóva um leiðsögn. Ef þú hefur möguleika á því að vera aðstoðarbrautryðjandi, skaltu skipuleggja þig og njóta þess að taka þátt í þessu starfi. — Mal. 3:10.

8 Margar fjölskyldur hafa komist að því að með góðri samvinnu getur að minnsta kosti einn úr fjölskyldunni náð þessu marki. Ein fjölskylda ákvað að allir fimm skírðir meðlimir fjölskyldunnar skyldu gerast aðstoðarbrautryðjendur. Þau tvö börn, sem voru ekki skírð, lögðu sig einnig fram um að auka starf sitt. Hvaða umbun hlaut fjölskyldan fyrir viðleitni sína? Þau skrifuðu: „Þetta var mjög ánægjulegur mánuður og við fundum að fjölskylduböndin styrktust. Við þökkum Jehóva fyrir þessa frábæru blessun.“

9. Hvernig getum við látið ljós okkar lýsa á tímabilinu í kringum minningarhátíðina?

9 Á aukið starf í mars og apríl eftir að hvetja okkur og styrkja sambandið við himneskan föður okkar? Það fer að miklu leyti eftir því hversu mikið við leggjum á okkur til að efla kærleikann til Guðs og sonar hans og auka þátt okkar í boðunarstarfinu. Höfum sama ásetning og sálmaritarinn sem söng: „Ég vil lofa Drottin mikillega með munni mínum, meðal fjölmennis vil ég vegsama hann.“ (Sálm. 109:30) Jehóva mun blessa aukið starf okkar í kringum minningarhátíðina. Látum því mikið ljós skína svo að margir í viðbót geti komið út úr myrkrinu og fengið „ljós lífsins“. — Jóh. 8:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila