Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í september: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð og Biblíusögubókin mín. Október: Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum. Nóvember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Lögð verður sérstök áhersla á að reyna að fara aftur til allra sem þiggja bókina með það markmið í huga að stofna með þeim biblíunám. Desember: Biblíusögubókin mín.
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. september eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Lesa skal upp tilkynningu fyrir söfnuðinum þegar því er lokið.
◼ Boðberar, sem hafa í hyggju að vera aðstoðarbrautryðjendur í október, ættu að leggja inn umsókn sína sem fyrst. Það gerir öldungunum kleift að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að fyrir hendi sé nægilegt starfssvæði, svo og rit til að nota úti á akrinum.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum frá 1. september 1991 varðandi brottrekna og þá sem hafa aðgreint sig en hafa ef til vill hug á að koma inn í söfnuðinn á ný.
◼ Hætt verður að gefa út Vaknið! ársfjórðungslega á hirti motu. Júlí-september tölublaðið verður það síðasta.
◼ Vaknið! verður gefið út ársfjórðungslega á georgísku og verður fyrsta tölublaðið október-desember 1996.
◼ Frá janúar 1997 mun útgáfa Vaknið! á marati verða mánaðarleg.
◼ Hálfsmánaðarleg útgáfa Varðturnsins á georgísku mun hefjast í janúar 1997.
◼ Ný rit fáanleg:
Þekking sem leiðir til eilífs lífs — færeyska.
Efnissskrá rita Varðtrunsins 1991-1994 — þýska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
The Bible — Accurate History, Reliable Prophecy — danska, enska, sænska, þýska.
The Bible — Mankind’s Oldest Modern Book — enska, finnska, franska, hollenska, sænska, þýska.
Jehovah’s Witnesses — The Organization Behind the Name — danska, enska, hollenska, sænska, þýska.
To the Ends of the Earth — danska, enska, finnska, hollenska, sænska, þýska.
United by Divine Teaching — danska, enska, franska, norska, sænska, þýska.