Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.96 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Málfimi, samtalsform og framburður
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Vertu kostgæfinn að lesa
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Að vera eðlilegur
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Málfimi
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 9.96 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvað ætti að hafa hugfast í tengslum við lestur greinanna á samkomunum?

Stór hluti þess tíma, sem ætlaður er Varðturnsnáminu og safnaðarbóknáminu, er notaður í lestur tölugreinanna. Það þýðir að bróðirinn, sem fengið hefur það verkefni að vera lesari, ber mikla ábyrgð sem kennari. Hann verður að lesa efnið skýrt og með áhersluþunga til þess að áheyrendurnir ekki aðeins skilji efnið heldur finni sig líka knúna til að breyta í samræmi við það. (Neh. 8:8) Lesarinn þarf þar af leiðandi að búa sig vel undir verkefni sitt. (1. Tím. 4:13; sjá námskafla 6 í Handbók Guðveldisskólans.) Hér eru nokkur atriði sem eru alger forsenda þess að upplesturinn nái tilætluðum árangri.

Áherslan á réttum stað: Gakktu fyrirfram úr skugga um hvaða orð eða setningarhluta þarf að lesa með sérstakri áherslu til þess að réttur skilningur komist til skila.

Réttur framburður: Réttur framburður og skýr framsögn er alger nauðsyn eigi áheyrendurnir að skilja það sem stendur í námsritinu. Flettu upp framandi eða óalgengum orðum og vertu viss um að bera þau rétt fram.

Talaðu með góðum raddstyrk og eldmóði: Sé lesið hátt og skýrt og með eldmóði vekur það upp áhuga hjá áheyrendum, hreyfir við tilfinningum þeirra og hvetur þá til dáða.

Vertu hlýlegur og laus við upplestrartón: Lesturinn þarf að vera reiprennandi til þess að vera eðlilegur. Lesarinn getur verið afslappaður ef hann undirbýr sig og æfir sig og þá verður lesturinn aðlaðandi í stað þess að vera tilbreytingarlaus og þreytandi. — Hab. 2:2.

Lestu efnið eins og það stendur: Neðanmálsathugasemdir, svo og upplýsingar innan sviga og hornklofa, eru yfirleitt lesnar upp ef þær skýra meginlesmálið nánar. Einu undantekningarnar eru tilvísanir sem aðeins tilgreina hvaðan efnið er tekið. Lesa skyldi neðanmálsathugasemd á þeim stað sem vísað er til hennar í tölugreininni, og hafa þá þennan formála á: „Neðanmálsathugasemdin hljóðar svo . . .“ Að loknum lestri hennar skal einfaldlega halda áfram lestri greinarinnar.

Þegar upplestur í annarra áheyrn er vel af hendi leystur er hann ein af þeim nauðsynlegu aðferðum sem við getum beitt til að ‚kenna öðrum að halda allt það sem‘ okkar mikli kennari ‚hefur boðið.‘ — Matt. 28:20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila