Prédikum Guðsríki
1 Í Hebreabréfinu 10:23 erum við hvött til að ‚halda fast við játningu vonar vorrar.‘ Og von okkar snýst um Guðsríki. Jesús gaf sérstaklega fyrirmæli um að fagnaðarerindið um Guðsríki ætti að prédika öllum þjóðum. (Mark. 13:10) Við þurfum að hafa það hugfast þegar við erum í boðunarstarfinu.
2 Þegar við hittum fólk reynum við að hefja samræður um eitthvað sem það hefur áhuga á eða áhyggjur af. Yfirleitt nefnum við mál sem það kannast vel við, eins og afbrot í byggðarlaginu, unglingavandamál, áhyggjur manna af afkomu sinni eða hættuástand í heimsmálunum. Þar sem hugur flestra er bundinn við „áhyggjur þessa lífs“ segja menn oft hvað þeim býr í brjósti þegar við sýnum þeim samhug og skilning. (Lúk. 21:34) Það kann að opna okkur leiðina til að segja frá von okkar.
3 En ef við gætum ekki að okkur getum við haldið áfram að tala um neikvæða hluti í þeim mæli að okkur mistekst að ná því marki sem við settum okkur með heimsókninni — að prédika boðskapinn um Guðsríki. Þótt við vekjum athygli á þeim slæmu aðstæðum sem leiða af sér svo mikið böl, er markmið okkar það að beina athygli manna að Guðsríki sem mun að lokum leysa öll vandamál mannkynsins. Við höfum sannarlega dásamlega von sem fólk þar sárlega að heyra um. Þó að við kunnum í upphafi samtalsins að ræða einhverjar hliðar hinna ‚örðugu tíða,‘ ættum við þess vegna að beina athyglinni fljótt að meginboðskap okkar, hinum ‚eilífa fagnaðarboðskap.‘ Á þann hátt fullnum við þjónustu okkar. — 2. Tím. 3:1; 4:5; Opinb. 14:6.