Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.96 bls. 1
  • Hvernig nota má hverja stund

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig nota má hverja stund
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Að kaupa upp tíma til náms og lestrar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hafðu nákvæma gát á hvernig þú notar tímann
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Notum tímann skynsamlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Byggðu líf þitt í kringum þjónustu Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 10.96 bls. 1

Hvernig nota má hverja stund

1 Ef við erum ‚síauðug‘ í þjónustu Jehóva erum við ávalt önnum kafin! (1. Kor. 15:58) Við gerum okkur grein fyrir nauðsyn þess að nema ein sér og með fjölskyldunni, lesa daglega í Biblíunni, búa okkur undir og sækja samkomur safnaðarins og taka að staðaldri þátt í boðunarstarfinu. Umsjónarmenn þurfa að sinna ábyrgð sinni sem hirðar og annast önnur skyldustörf innan safnaðarins. Sumir hafa fyrir stórri fjölskyldu að sjá eða ýmsar skuldbindingar við aðra. Til þess að koma öllu almennilega í verk þarf hver og einn að hafa gott skipulag og jafnvægi á því sem hann gerir.

2 Röðum hlutunum í forgangsröð: Hversu vel okkur tekst að ‚nota hverja stund‘ fer eftir glöggskyggni okkar og dómgreind. (Ef. 5:15, 16) Við verðum að ákveða hvaða hlutir það eru „sem máli skipta“ og setja þá efst á forgangslistann. (Fil. 1:10) Hjón lýstu guðræðislegu heimilishaldi sínu þannig: „Við fyllum líf okkar með sannleikanum . . . Sannleikurinn er ekki hluti af lífi okkar, hann er líf okkar. Allt annað snýst í kringum hann.“ Það er frumskilyrði að láta tilbeiðsluna á Jehóva og þjónustuna við hann skipa fyrsta sætið í lífi okkar.

3 Komum auga á tímaþjófa: Í hverri viku eru 168 klukkustundir og við þurfum að nota viturlega tímann sem við höfum til umráða. Til að hafa nægan tíma til guðræðislegra verkefna þurfum við að koma auga á tímaþjófa og fækka þeim. Könnun ein leiddi í ljós að hver fullorðinn maður í Bandaríkjunum ver meira en 30 tímum á viku fyrir framan sjónvarpið. Hjá öðrum fer mikill tími í að lesa veraldlegt lesefni. Sumir kunna að uppgötva að þeir nota óhóflega mikinn tíma í kunningjaheimsóknir, tómstundaiðju, skemmtanir eða fyrir framan tölvuna. Við þurfum kannski að skoða betur okkar daglega vanagang til að sjá hvernig við getum notað tímann okkar betur. Skynsemin krefst þess að við setjum skorður þeim tíma sem við verjum til ónauðsynlegra hluta.

4 Komum okkur upp góðum vanagangi: Hverjar svo sem aðstæður okkar eru ættu við hvert og eitt að geta fundið okkur tíma til að sinna andlegum málum. Sumir hafa náð að afkasta meiru með því að taka daginn svolítið fyrr en þeir voru vanir að gera. Ef mikill tími fer í ferðir í og úr vinnu eða að bíða eftir fólki gætum við notað eitthvað af þeim tíma til að lesa í Biblíunni, búa okkur undir samkomur eða hlusta á efni frá Félaginu á segulsnældum. Fjölskyldan hefur mikið gagn af því að nema saman reglulega á ákveðnum tímum. Ef hver meðlimur fjölskyldunnar mætir stundvíslega í fjölskyldunámið fer enginn tími til spillis.

5 Með hverjum degi sem líður ættum við að gera okkur betur ljóst að „tíminn er orðinn stuttur.“ (1. Kor. 7:29) Líf okkar er undir því komið hvernig við notum hinn dýrmæta tíma sem eftir er. Það verður okkur til blessunar að nota hverja stund til þess að geta látið hagsmuni Guðsríkis sitja fyrir öllu öðru. — Matt. 6:33.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila