Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.05 bls. 1
  • Notum tímann skynsamlega

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notum tímann skynsamlega
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Haltu afþreyingu innan hóflegra marka
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Hvernig nota má hverja stund
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Vel ég mér uppbyggilega afþreyingu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hvað hefur forgang í lífi þínu?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 9.05 bls. 1

Notum tímann skynsamlega

1 Okkur langar til að þóknast Jehóva og það fær okkur til að láta lífið snúast um andlegu málin. Orð hans bendir okkur á að leita fyrst ríkis hans og meta þá hluti rétt, sem máli skipta. (Matt. 6:33; Fil. 1:10) Hvernig getum við notað tímann vel í þágu Guðsríkis og haldið því sem minna máli skiptir innan hóflegra marka? — Ef. 5:15-17.

2 Látum andlegu málin ganga fyrir: Skipuleggðu tíma þinn þannig að þú sóir honum ekki í óþarfa. Sumir byrja hvern mánuð á því að taka frá ákveðinn tíma á dagatalinu fyrir boðunarstarfið. Síðan passa þeir að láta ekkert koma í veg fyrir að áformin gangi eftir. Það sama má gera til að taka frá tíma fyrir samkomur, sjálfsnám og mót. Margir setja biblíulestur inn á stundaskrá sína annaðhvort í upphafi eða lok dagsins. Taktu frá ákveðinn tíma fyrir hvert um sig og leyfðu ekki öðru að trufla það að óþörfu. — Préd. 3:1; 1. Kor. 14:40.

3 Notum heiminn í hófi: Í sumum löndum er mikið framboð af íþróttum, skemmtunum, tómstundagamni og annarri afþreyingu. Margir eyða óhóflega miklum tíma í sjónvarpsgláp eða fyrir framan tölvuna. En á endanum veldur það okkur vonbrigðum ef við notum of mikinn tíma í skemmtun og afþreyingu og erum of upptekin af nýjustu græjunum sem þessi heimur hefur upp á að bjóða. (1. Jóh. 2:15-17) Þess vegna hvetur Ritningin okkur til að nota heiminn eins og við færðum okkur hann ekki í nyt. (1. Kor. 7:31) Með því að hlýða þessu góða ráði geturðu sýnt Jehóva að þjónustan við hann skipar fyrsta sætið í lífi þínu. — Matt. 6:19-21.

4 Tími núverandi heimskerfis er senn á enda. Þeir sem láta andleg mál ganga fyrir í lífi sínu eru glaðir og njóta hylli Guðs. (Orðskv. 8:32-35; Jak. 1:25) Tíminn er verðmætur. Notum hann því skynsamlega.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila