Þjónustusamkomur fyrir desember
Vikan sem hefst 2. desember
Söngur 70
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Hver mun hlusta á boðskap okkar?“ Spurningar og svör. Takið með efni frá Vaknið! (á ensku) 22. mars 1987, blaðsíðu 5, um hvers vegna boðskapur okkar er aðlaðandi.
20 mín: „Orð Guðs veitir leiðsögn.“ (Tölugrein 1-6) Byggið inngangsorðin á tölugrein 1-2. Látið hæfa boðbera sýna notkun kynningarorðanna í tölugrein 3-6. Bjóðið áheyrendum að gefa athugasemdir um (1) hvernig spurningarnar, sem bornar voru upp, gátu örvað áhugann, (2) hvernig ritningarstaðirnir, sem notaðir voru, féllu að umræðuefninu, (3) hvernig minnst var á frjálsu framlögin, (4) hvernig fyrstu heimsókninni var á eðlilegan hátt fylgt eftir í endurheimsókninni og (5) hvernig farið var að því að bjóða biblíunám.
Söngur 33 og lokabæn.
Vikan sem hefst 9. desember
Söngur 66
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Lesið upp þakkarbréf frá Félaginu vegna frjálsra framlaga til alþjóðastarfsins.
15 mín: Hjálpum öldruðum að taka þátt í boðunarstarfinu. Marga trúfasta aldraða boðbera langar ákaft til að taka þátt í prédikuninni með söfnuðinum en hár aldur og léleg heilsa setur þeim skorður. Við getum á ýmsan hátt tekið sérstakt tillit til þeirra til þess að þeir geti verið með þegar farið er út í starfið: Bjóðist til að sjá þeim fyrir fari; gefið þeim starfssvæði þar sem minna er um tröppur; hafið bílinn nálægt til þess að þeir geti hvílt sig þegar þreytan segir til sín; bjóðist til að fara með þá í endurheimsóknir þeirra; látið þá vita að þið takið þá heim þegar þeim finnst að þeir geti ekki haldið áfram lengur. Aldraðir eru þakklátir fyrir hjálpina sem þeir fá. Nefnið aðrar leiðir til að sýna slíka tillitssemi í ykkar söfnuði. Rifjið upp aðalatriðin í greininni „Við kunnum að meta hina öldruðu“ í Varðturninum (á ensku) 1. febrúar 1986, blaðsíðu 28-9.
20 mín: „Orð Guðs veitir leiðsögn.“ (Tölugrein 7-9) Farið nokkrum orðum um „Þörf á leiðsögn“ í Varðturninum (á ensku) 1. maí 1993, blaðsíðu 3. Útskýrið hvers vegna kynningarorð okkar ættu að leggja áherslu á mikilvægi þess að leita hjálpar hjá æðri máttarvöldum — Guði. Látið boðbera sýna notkun kynningarorðanna í tölugrein 7-8. Undirstrikið að markmið okkar ætti að vera að koma að lokum af stað biblíunámi í Þekkingarbókinni.
Söngur 21 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. desember
Söngur 92
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Komið með nokkrar tillögur um hvernig svara megi kurteislega hátíðarkveðjum og greinið frá sérstökum ráðstöfunum til boðunarstarfsins yfir frídagana.
15 mín: „Við komum sjálfboða.“ Spurningar og svör. Farið nokkrum orðum um það sem fjallað er um í Varðturninum 1. nóvember 1984, blaðsíðu 17.
20 mín: „Við gleðjumst yfir aukningunni sem Guð gefur.“ Ræða öldungs flutt af eldmóði. Vitnið í reynslufrásagnir eða vitnisburð um aukningu í löndunum sem nefnd eru, eins og fram kemur í nýlegum Árbókum.
Söngur 25 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. desember
Söngur 50
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á eitthvað í nýjustu blöðunum sem nota má í starfinu þessa viku til að kynna þau.
15 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða öldungs út frá greininni „Eftirlaunaárin — opna þau dyrnar til starfa fyrir Guðsríki?“ í Varðturninum (á ensku) 15. júlí 1996, blaðsíðu 24-5. — Sjá Innsýn, 2. bindi, blaðsíðu 794, grein 2-3.
20 mín: „Innritun í Guðveldisskólann.“ Ræða skólahirðis. Gefið upp hve margir eru innritaðir í skólann í söfnuðinum og hvetjið alla sem geta til að innritast. Farið yfir leiðbeiningarnar um nemendaræðurnar sem er að finna í „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1997.“
Söngur 73 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. desember
Söngur 85
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Ef til stendur víxlun á samkomutímum á nýja árinu hvetjið þá alla til að laga sig að þeirri breytingu og koma reglulega á samkomur safnaðarins á hinum nýja samkomutíma.
20 mín: „Hjálp á réttum tíma.“ Spurningar og svör. Bendið á eitthvað sérstaklega athyglisvert í nýju ritunum.
15 mín: Ræðið um tilboð mánaðarins í janúar. Vekið athygli á tillögum í Biblíusamræðubæklingnum sem nota mætti til að bjóða hvora bók fyrir sig.
Söngur 47 og lokabæn.