Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.96 bls. 1
  • Við komum sjálfboða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við komum sjálfboða
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Við bjóðum okkur fúslega fram til sérhvers góðs verks
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Láttu framför þína vera öllum augljósa
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Munum eftir þeim sem þjóna í fullu starfi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Getur þú gert meira til að heiðra Jehóva?
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 12.96 bls. 1

Við komum sjálfboða

1 Sálmaritarinn Davíð spáði því að fólk Jehóva kæmi „sjálfboða.“ (Sálm. 110:3) Þessi spádómur uppfyllist vissulega innan bræðrafélags okkar um allan heim. Síðustu fjögur þjónustuárin hefur fólk Jehóva notað árlega meira en milljarð klukkustunda til að útbreiða fagnaðarerindið um Guðsríki. Auk þess að prédika og gera menn að lærisveinum getum við á margan annan hátt boðið okkur fúslega fram til að hjálpa öðrum.

2 Hvernig við getum sýnt fúsleika okkar: Sumir í söfnuðinum þarfnast ef til vill aðstoðar til að komast á samkomur. Þú gætir boðist til að taka þá með þér þangað. Aðrir kunna að vera sjúkir, lasburða eða á sjúkrahúsi. Gætir þú átt frumkvæðið að því að heimsækja þá eða aðstoða þá á einhvern hátt? Einstaklingur eða fjölskylda þarf kannski á uppörvun að halda. Hefur þú hugleitt að bjóða þeim sem þannig er ástatt fyrir að vera með í fjölskyldunámi þínu af og til? Brautryðjanda eða boðbera vantar ef til vill starfsfélaga. Þú gætir boðist til að fara með honum í boðunarstarfið. Þetta eru nokkrar aðferðir sem við getum notað til að gera trúbræðrum okkar gott af fúsu geði. — Gal. 6:10.

3 Bræður geta sýnt fúsleika sinn til þjónustu innan skipulags Jehóva með því að leitast við að mæta þeim hæfniskröfum sem gerðar eru til öldunga og þjóna. (1. Tím. 3:2-10, 12, 13; Tít. 1:5-9) Eftir því sem okkur fjölgar eykst þörfin á hæfum bræðrum sem eru fúsir til að taka forystuna í að prédika og kenna og að annast söfnuðina sem hirðar. — 1. Tím. 3:1.

4 Ef til vill geta sum okkar gefið sér meiri tíma til þjónustunnar við Jehóva með því til dæmis að gerast aðstoðarbrautryðjendur af og til. Þar að auki gætum við ef til vill með fáeinum skynsamlegum breytingum á tímaáætlun okkar haldið áfram að starfa sem slíkir eða jafnvel gerst reglulegir brautryðjendur. Eru aðstæður okkar þess eðlis að við gætum tekið okkur upp og flutt til svæða þar sem meiri þörf er á hjálp? Gætum við gert okkur hæf til að þjóna á Betel og stuðlað þannig beinlínis að framgangi alþjóðastarfsins? Mikið starf er einnig verið að vinna við smíði ríkissala, mótshalla og deildarbygginga um heim allan þar sem mjög mikil þörf er á vinnufúsum höndum. Þeir sem hafa boðið sig fram til þessara góðu verka eru mikils metnir og hafa notið ríkulegrar blessunar. — Lúk. 6:38.

5 Núna eru spennandi tímar. Jehóva beitir anda sínum til að koma til leiðar stórkostlegu verki á jörðinni og notar til þess fólk sitt sem býður sig fúslega fram. Hvert sinn sem Jehóva býður, fyrir milligöngu skipulags síns, til þátttöku í auknu starfi á vegum Guðsríkis væri rétt af okkur að spyrja okkur sjálf: ‚Kem ég enn þá sjálfboða?‘ Síðan ættum við að rannsaka hjarta okkar og aðstæður og taka málið upp í bæn til Jehóva. Guðhræðslan fær okkur til að gera allt sem við getum í heilagri þjónustu og gleðja með því hjarta Jehóva. — Sef. 3:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila