Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í desember: Biblíusögubókin mín. Janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Mars: Bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga.
◼ Umsjónarmaður í forsæti, eða einhver sem hann tilnefnir, ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. desember eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Lesa skal upp tilkynningu fyrir söfnuðinum þegar því er lokið.
◼ Minningarhátíðin árið 1998 verður haldin laugardaginn 11. apríl eftir sólsetur. Þessi dagsetning minningarhátíðarinnar árið 1998 er gefin með svona góðum fyrirvara til þess að bræður geti gengið frá nauðsynlegum bókunum eða samningum vegna samkomusala á þeim stöðum sem margir söfnuðir nota sama ríkissalinn og nauðsynlegt er að finna aðra sali.
◼ Vegna þess hve minningarhátíðin er þýðingarmikill atburður ætti öldunguráðið að velja einn af hæfari öldungunum til að flytja minningarhátíðarræðuna í stað þess að skiptast einfaldlega á um það eða nota sama bróðurinn ár hvert.