Innritun í Guðveldisskólann
1 Guðveldisskólinn hefur átt stóran þátt í að þjálfa milljónir votta Jehóva sem þjóna fagnaðarerindisins. Mörg okkar rekur minni til þess að hafa verið kvíðin og fundist við allsendis óhæfir ræðumenn þegar við á sínum tíma létum innrita okkur í þennan skóla. Núna erum við þakklát og viðurkennum hlutdeild hans í andlegum þroska okkar sem prédikara og kennara orðs Guðs. (Samanber Postulasöguna 4:13.) Hefur þú látið innrita þig í þennan markverða skóla?
2 Hverjir geta innritast? Blaðsíða 73 í Þjónustubókinni svarar: „Allir sem eiga virkan félagsskap við söfnuðinn geta innritast, þar með taldir þeir sem nýlega eru farnir að sækja samkomurnar, svo framarlega sem þeir lifa ekki lífi sem brýtur í bága við kristnar frumreglur.“ Við bjóðum öllum sem uppfylla skilyrðin — körlum, konum og börnum — að snúa sér til umsjónarmanns skólans og fá sig innritaða í hann.
3 Námsskrá skólans árið 1997: Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1997 nær yfir fjölmargar kenningar Biblíunnar og persónur sem þar er greint frá, svo og yfir sögu skipulagsins. Auk þess að þroska hæfni okkar til að tala skýrt mál og kenna, eru hinir mörgu andlegu gimsteinar, sem finna má í námsefni skólans í hverri viku, mjög lærdómsríkir. (Orðskv. 9:9) Ef við búum okkur undir skólann, sem felur meðal annars í sér að lesa það sem sett er fyrir í Biblíunni, og mætum að staðaldri, getum við haft mikið andlegt gagn af dagskránni.
4 Upplesturinn úr Biblíunni í verkefni nr. 2 er á árinu 1997 oftast styttri en verið hefur á undanförnum árum. Þegar nemandinn undirbýr ræðuna ætti hann að tímamæla upplesturinn nákvæmlega og finna út hve mikið af þeim fimm mínútum, sem honum eru ætlaðar til að flytja ræðuna, nota megi í inngang og niðurlagsorð. Nemandinn getur með því móti nýtt tíma sinn til fulls og æft sig bæði í upplestri og í þeirri list að mæla af munni fram. — 1. Tím. 4:13.
5 Óformlegum vitnisburði hefur verið bætt við sem hugsanlegri sviðsetningu í verkefni nr. 3. Systir getur því valið annaðhvort endurheimsókn, heimabiblíunám eða óformlegan vitnisburð sem sviðsetningu. Að sjálfsögðu ætti að halda áfram að leggja megináhersluna á áhrifaríka kennslu en ekki á sviðsetninguna.
6 Hvort sem þú nýtur þeirra sérréttinda að flytja kennsluræðu, fara yfir höfuðþætti biblíulesefnisins eða flytja nemandaræðu, getur þú sýnt að þú kunnir að meta Guðveldisskólann með því að undirbúa og æfa verkefni þitt vel, flytja það með sannfæringu og eldmóði, fara ekki yfir tímann, hlusta á leiðbeiningar skólahirðisins og fara eftir þeim, og með því að leitast alltaf við að sinna verkefni þínu af trúfesti. Með því mun innritun þín í skólann reynast bæði þér og öllum sem sækja hann til blessunar.